TikTok myndbönd Höllu T sem náðu til unga fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 13:00 Gæjar á flottum bílum, Höllu T-Remix og rosalegar tilkynningar voru á meðal þess sem TikTok notendur fengu beint í æð frá Höllu T á samfélagsmiðlinum. Afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum má meðal annars þakka því hve vel hún náði til yngri hóps kjósenda. Kosningateymi Höllu nýtti samfélagsmiðilinn TikTok mjög vel til að ná til unga fólksins. Strax við fyrstu tölur á laugardagskvöld varð ljóst í hvað stefndi. Halla hafði statt og stöðugt bætt við sig fylgi allan maí mánuð og hélt áfram að hækka sig. Í Maskínukönnun sem unnin var á föstudag kom fram að fylgi Höllu meðal 18-29 ára var orðið 37 prósent, 35 prósent í hópi 30-39 ára og 31 prósent í 40-49 ára. Fylgi þeirra Katrínar Jakobsdóttur var sambærilegt í hópnum 50-59 ára en Katrín var með yfirburðarfylgi meðal sextíu ára og eldri eða 35 prósent á móti 21 prósenti hjá Höllu. Hér má sjá fylgi frambjóðenda í könnun Maskínu þegar landsmenn voru spurðir föstudaginn 31. maí. Þá var Halla komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Ingveldur María Hjartardóttir, Kristjana Björk Barðdal, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir og Amna Hasecic voru hluti af kosningateymi Höllu og einbeittu sér að samfélagsmiðlunum til að ná til unga fólksins. Þær voru í skýjunum á kosningavöku Höllu í Grósku aðfaranótt sunnudags þar sem unga fólkið var áberandi. Ekki ósvipað og þegar Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum í fyrra. „Þetta er í fyrsta skipti sem við kjósum forseta Íslands þar sem samfélagsmiðlar eru svona stór hluti af kosningabaráttunni svo við fórum inn í þetta vekefni gjörsamlega blindandi eins og öll önnur sem voru að sjá um þessi framboð. Við viljum meina að það að ná til unga fólksins er að mestu leyti gert í gegnum þessa samfélagsmiðla og það var okkar stærsta markmið. Við viljum meina að við höfum náð því ótrúlega vel því unga fólkið hefur sýnt þessu framboði svo mikinn stuðning,“ segir Ingveldur. Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu á Tik Tok má sjá að neðan. Allt frá tíu til sextíu þúsund manns hafa séð hvert einasta myndband en óhætt er að fullyrða að Tik Tok sé fyrst og fremst samfélagsmiðlinn unga fólksins á Íslandi þó fleiri kynslóðir hangi á miðlinum. Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í Bestu deildinni í knattspyrnu, og Kári Sigfússon voru í lykilhlutverkum við gerð myndbandanna og bregður fyrir í fjölmörgum þeirra. „Unga fólkið hefur verið all in með okkur allan tímann. En málið er að við höfum verið að sýna hver Halla er allan tímann. Við þurfum ekki að búa til neina strategíu, búa til neitt plott. Það er það sem er að koma okkur hingað,“ sagði Kristjana Björk á kosningavökunni. „Og tölurnar sýna það alveg. Við erum vinsælasta framboðið á Tik Tok. Viewsin á reelunum okkar á Instagram og TikTOk eru mjög mikil miðað við öll önnur framboð,“ sagði Amna Hasecic. „Ég held bara að Halla sé að vekja svo rosalegan áhuga hjá yngri kynslóðum. Það er að skila sér í þessum áhorfstölum sem Amna nefnir,“ segir Ingveldur. Kristjana segir þær hafa fengið mikið traust frá Höllu allan tímann. „Við höfum fengið að gera það sem við vitum að virkar. Það er málið. Við höfum fengið að prófa ótrúlega mikið og höfum verið saman í þessu. Þau hafa „actually“ sett kraft í að vilja fá okkur til að sinna þessu. Hvatt okkur áfram til að prófa. Það er að skila okkur hér. Við höfum fengið að vera við sjálfar. Það er svo geggjað,“ segir Kristjana. „Við vissum um leið og landsmenn fengju að sjá hana í sjónvarpinu myndi þetta snúast við. Vissum að um leið og hún kæmist í sjónvarpssal myndi allt fara af stað. Vorum í bústað 3. maí þegar fyrstu kappræðurnar vour. Halla var raddllaus, þaðan kom klúturinn. Vorum í heita pottinum og settum texta á myndbandið,“ sagði Ingveldur. Halla hefur einmitt upplýst að um þetta leyti, þegar hún var slöpp og mældist með afar lítið fylgi, hafi hún íhugað að draga framboð sitt til baka. „Það var líka partur af þessu. Við vourm alltaf með þetta eins. Pössuðum að það væri textun á öllum myndböndunum svo öll gætu skilið skilaboðin. Þau voru líka stöðug allan tímann. Við vorum mörg í þessu svo við gátum dreift ábyrgðinni og náðum að vera stöðug allan tímann. Það er eitthvað sem samfélagsmiðlar verðlauna,“ sagði Kristjana. „Kosningamiðstöð unga fólksins komar mjög sterkt inn. Þau voru mjög mörg, mjög öflug með frábærar hugmyndir. Að hvetja unga fólkið til að taka þátt í framboði var rosalega stekt. Allur þessi árangur er út af því,“ sagði Amna. Halla var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún þakkaði meðal annars unga fólkinu sem lagði leið sína á kjörstað og greiddi framboði hennar atkvæði. Þá er hún búin að panta sér fisk í kvöldmatinn. Samfélagsmiðlar TikTok Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Strax við fyrstu tölur á laugardagskvöld varð ljóst í hvað stefndi. Halla hafði statt og stöðugt bætt við sig fylgi allan maí mánuð og hélt áfram að hækka sig. Í Maskínukönnun sem unnin var á föstudag kom fram að fylgi Höllu meðal 18-29 ára var orðið 37 prósent, 35 prósent í hópi 30-39 ára og 31 prósent í 40-49 ára. Fylgi þeirra Katrínar Jakobsdóttur var sambærilegt í hópnum 50-59 ára en Katrín var með yfirburðarfylgi meðal sextíu ára og eldri eða 35 prósent á móti 21 prósenti hjá Höllu. Hér má sjá fylgi frambjóðenda í könnun Maskínu þegar landsmenn voru spurðir föstudaginn 31. maí. Þá var Halla komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Ingveldur María Hjartardóttir, Kristjana Björk Barðdal, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir og Amna Hasecic voru hluti af kosningateymi Höllu og einbeittu sér að samfélagsmiðlunum til að ná til unga fólksins. Þær voru í skýjunum á kosningavöku Höllu í Grósku aðfaranótt sunnudags þar sem unga fólkið var áberandi. Ekki ósvipað og þegar Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum í fyrra. „Þetta er í fyrsta skipti sem við kjósum forseta Íslands þar sem samfélagsmiðlar eru svona stór hluti af kosningabaráttunni svo við fórum inn í þetta vekefni gjörsamlega blindandi eins og öll önnur sem voru að sjá um þessi framboð. Við viljum meina að það að ná til unga fólksins er að mestu leyti gert í gegnum þessa samfélagsmiðla og það var okkar stærsta markmið. Við viljum meina að við höfum náð því ótrúlega vel því unga fólkið hefur sýnt þessu framboði svo mikinn stuðning,“ segir Ingveldur. Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu á Tik Tok má sjá að neðan. Allt frá tíu til sextíu þúsund manns hafa séð hvert einasta myndband en óhætt er að fullyrða að Tik Tok sé fyrst og fremst samfélagsmiðlinn unga fólksins á Íslandi þó fleiri kynslóðir hangi á miðlinum. Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í Bestu deildinni í knattspyrnu, og Kári Sigfússon voru í lykilhlutverkum við gerð myndbandanna og bregður fyrir í fjölmörgum þeirra. „Unga fólkið hefur verið all in með okkur allan tímann. En málið er að við höfum verið að sýna hver Halla er allan tímann. Við þurfum ekki að búa til neina strategíu, búa til neitt plott. Það er það sem er að koma okkur hingað,“ sagði Kristjana Björk á kosningavökunni. „Og tölurnar sýna það alveg. Við erum vinsælasta framboðið á Tik Tok. Viewsin á reelunum okkar á Instagram og TikTOk eru mjög mikil miðað við öll önnur framboð,“ sagði Amna Hasecic. „Ég held bara að Halla sé að vekja svo rosalegan áhuga hjá yngri kynslóðum. Það er að skila sér í þessum áhorfstölum sem Amna nefnir,“ segir Ingveldur. Kristjana segir þær hafa fengið mikið traust frá Höllu allan tímann. „Við höfum fengið að gera það sem við vitum að virkar. Það er málið. Við höfum fengið að prófa ótrúlega mikið og höfum verið saman í þessu. Þau hafa „actually“ sett kraft í að vilja fá okkur til að sinna þessu. Hvatt okkur áfram til að prófa. Það er að skila okkur hér. Við höfum fengið að vera við sjálfar. Það er svo geggjað,“ segir Kristjana. „Við vissum um leið og landsmenn fengju að sjá hana í sjónvarpinu myndi þetta snúast við. Vissum að um leið og hún kæmist í sjónvarpssal myndi allt fara af stað. Vorum í bústað 3. maí þegar fyrstu kappræðurnar vour. Halla var raddllaus, þaðan kom klúturinn. Vorum í heita pottinum og settum texta á myndbandið,“ sagði Ingveldur. Halla hefur einmitt upplýst að um þetta leyti, þegar hún var slöpp og mældist með afar lítið fylgi, hafi hún íhugað að draga framboð sitt til baka. „Það var líka partur af þessu. Við vourm alltaf með þetta eins. Pössuðum að það væri textun á öllum myndböndunum svo öll gætu skilið skilaboðin. Þau voru líka stöðug allan tímann. Við vorum mörg í þessu svo við gátum dreift ábyrgðinni og náðum að vera stöðug allan tímann. Það er eitthvað sem samfélagsmiðlar verðlauna,“ sagði Kristjana. „Kosningamiðstöð unga fólksins komar mjög sterkt inn. Þau voru mjög mörg, mjög öflug með frábærar hugmyndir. Að hvetja unga fólkið til að taka þátt í framboði var rosalega stekt. Allur þessi árangur er út af því,“ sagði Amna. Halla var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún þakkaði meðal annars unga fólkinu sem lagði leið sína á kjörstað og greiddi framboði hennar atkvæði. Þá er hún búin að panta sér fisk í kvöldmatinn.
Samfélagsmiðlar TikTok Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira