Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 Það virðast engar myndir hafa verið birtar af Elsu en þetta er Roman, sem fannst vafin í teppi og innkaupapoka árið 2019. Lögreglan í Lundúnum Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast. Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast.
Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila