Steve Bruce orðinn þreyttur á atvinnuleysinu: „Leicester, þið vitið hvar þið finnið mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 16:00 Steve Bruce hefur verið án starfs í rúmt ár núna og er orðinn þreyttur á því. Jon Hobley/MI News/NurPhoto via Getty Images Steve Bruce, fyrrum leikmaður og þjálfari fjölmargra liða á Englandi, er orðinn þreyttur á atvinnuleysinu og vill finna sér eitthvað að gera. Hann lítur á opnun í stjórastarfi Leicester City sem mikið tækifæri. Steve Bruce sýndi félaginu áhuga eftir að tilkynnt var í gær að Enzo Maresca myndi láta af störfum og fara til Chelsea. Ákvörðun Maresca kom Leicester á óvart og félagið var óánægt með að stjórinn skyldi stökkva frá starfi eftir aðeins eitt tímabil. Bruce hefur þjálfað fjölmörg í efstu deildum Englands á sínum ferli. Hann gerði garðinn frægan með Birmingham frá 2001-07 og fór tvívegis með liðið upp í úrvalsdeildina. Hann tók svo við Wigan og Sunderland áður en hann fagnaði frábærum árangri með Hull City og kom liðinu alla leið í úrslit enska bikarsins. Síðan þá hefur hann stýrt Aston Villa, Sheffield Wednesday, Newcastle United og síðast West Bromwich-Albion en verið án starfs síðan 2022. Í viðtali í dag var hann spurður hvort mögulegur stigafrádráttur léti hann hika við að taka starfinu hjá Leicester. „Stigafrádráttur slekkur ekkert í mér. Leicester, þið vitið hvar þið finnð mig. Ég meina, þvílíkt tækifæri sem opnaðist þar allt í einu. Þeir stríða kannski við einhver vandamál en Leicester hefur verið frábært félag undanfarin ár.“ Hann sagðist þó ekki bara sækjast eftir stjórastarfi heldur væri hann opinn fyrir öllu sem tengist fótbolta. „Ég er að leita mér að einhverju að gera. Ég er búinn að vera í fríi í heilt ár. Hvort sem það er við þjálfun eða eitthvað annað. Veturinn var langur án atvinnu og það yrði frábært að finna eitthvað að gera,“ sagði Bruce að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Steve Bruce sýndi félaginu áhuga eftir að tilkynnt var í gær að Enzo Maresca myndi láta af störfum og fara til Chelsea. Ákvörðun Maresca kom Leicester á óvart og félagið var óánægt með að stjórinn skyldi stökkva frá starfi eftir aðeins eitt tímabil. Bruce hefur þjálfað fjölmörg í efstu deildum Englands á sínum ferli. Hann gerði garðinn frægan með Birmingham frá 2001-07 og fór tvívegis með liðið upp í úrvalsdeildina. Hann tók svo við Wigan og Sunderland áður en hann fagnaði frábærum árangri með Hull City og kom liðinu alla leið í úrslit enska bikarsins. Síðan þá hefur hann stýrt Aston Villa, Sheffield Wednesday, Newcastle United og síðast West Bromwich-Albion en verið án starfs síðan 2022. Í viðtali í dag var hann spurður hvort mögulegur stigafrádráttur léti hann hika við að taka starfinu hjá Leicester. „Stigafrádráttur slekkur ekkert í mér. Leicester, þið vitið hvar þið finnð mig. Ég meina, þvílíkt tækifæri sem opnaðist þar allt í einu. Þeir stríða kannski við einhver vandamál en Leicester hefur verið frábært félag undanfarin ár.“ Hann sagðist þó ekki bara sækjast eftir stjórastarfi heldur væri hann opinn fyrir öllu sem tengist fótbolta. „Ég er að leita mér að einhverju að gera. Ég er búinn að vera í fríi í heilt ár. Hvort sem það er við þjálfun eða eitthvað annað. Veturinn var langur án atvinnu og það yrði frábært að finna eitthvað að gera,“ sagði Bruce að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira