Réttarhöld yfir syni Biden hafin Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 15:44 Hunter Biden þegar hann mætti í alríkisdómshúsið í Wilmington í Delaware í dag. AP/Matt Slocum Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. Málið gegn Hunter Biden endaði fyrir dómi eftir að samkomulag sem hann gerði við alríkissaksóknara fór út um þúfur í fyrra. Með því hefði Biden hlotið skilorðsbundinn dóm vegna skotvopnalagabrotsins og skattalagabrots. Dómsmálaráðuneytið skipaði þá sérstakan saksóknara sem gaf í kjölfarið út ákærur á hendur Biden. Þegar réttarhöldin hófust í Wilmington í Delaware, heimaríki Biden-fjölskyldunnar, í dag sögðu saksóknarar að Biden hefði logið á eyðublaði um að hann væri ekki í virkri neyslu þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Hann hafi þá verið í krakkneyslu. „Enginn má ljúga á alríkiseyðublaði á þennan hátt, ekki einu sinni Hunter Biden,“ sagði Derek Hines, alríkissaksóknari. Biden neitar sök og segist órétti beittur af dómsmálaráðuneytinu þar sem mál af þessum toga leiði sjaldnast til ákæru fyrir glæp. Repúblikanar, pólitískir andstæðingar föður Biden, hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að taka á Hunter með silkihönskum. Bæði dómarinn í málinu og saksóknarinn sem gáfu út ákæruna á hendur Biden voru skipaðir af Donald Trump. Biden gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur þó að refsingar í slíkum málum séu alla jafna vægari, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Jill Biden forsetafrú mætti til þess að styðja Hunter Biden í dómsal. Hún er stjúpmóðir Hunter en móðir hans Neilia lést í bílslysi þegar hann var tveggja og hálfs árs gamall. Yngri systir hann Naomi lést og hann og Beau bróðir hans slösuðust báðir.AP/Matt Slocum Segist hafa ánetjast krakki eftir dauða bróður síns Fíkniefnaneysla Hunters Biden hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina, þar á meðal af honum sjálfum í æviminningum sem hann gaf út árið 2021. Í bókinni sagðist hann hafa ánetjast krakki eftir að bróðir hans Beau lést úr krabbameini árið 2015. Bræðurnir slösuðust báðir í bílslysi sem varð móður þeirra og yngri systur þeirra, sem var eins árs gömul, að bana árið 1972. Jill Biden, forsetafrú og stjúpmóðir Hunters, og Ashley, hálfsystir hans, voru viðstaddar réttarhöldin í dag og við skipan kviðdóms í gær. Joe Biden forseti gaf frá sér yfirlýsingu í gær vegna dómsmálsins þar sem hann lýsti yfir stuðningi við son sinn. „Sem forseti tjái ég mig ekki og mun ekki tjá mig um alríkismál sem eru í gangi. En sem faðir ber ég endalausa ást til sonar míns, traust á honum og virðingu fyrir styrk hans,“ sagði forsetinn. AP-fréttastofan segir að bandamenn Biden forseti óttist hvaða áhrif réttarhöldin kunna að hafa á hann. Biden hafi lengi haft áhyggjur af eina eftirlifandi syni sínum og reglusemi hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins fullyrti engu að síður í gær að málið hefði engin áhrif á getu forsetans til þess að sinna skyldum sínum. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Málið gegn Hunter Biden endaði fyrir dómi eftir að samkomulag sem hann gerði við alríkissaksóknara fór út um þúfur í fyrra. Með því hefði Biden hlotið skilorðsbundinn dóm vegna skotvopnalagabrotsins og skattalagabrots. Dómsmálaráðuneytið skipaði þá sérstakan saksóknara sem gaf í kjölfarið út ákærur á hendur Biden. Þegar réttarhöldin hófust í Wilmington í Delaware, heimaríki Biden-fjölskyldunnar, í dag sögðu saksóknarar að Biden hefði logið á eyðublaði um að hann væri ekki í virkri neyslu þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Hann hafi þá verið í krakkneyslu. „Enginn má ljúga á alríkiseyðublaði á þennan hátt, ekki einu sinni Hunter Biden,“ sagði Derek Hines, alríkissaksóknari. Biden neitar sök og segist órétti beittur af dómsmálaráðuneytinu þar sem mál af þessum toga leiði sjaldnast til ákæru fyrir glæp. Repúblikanar, pólitískir andstæðingar föður Biden, hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að taka á Hunter með silkihönskum. Bæði dómarinn í málinu og saksóknarinn sem gáfu út ákæruna á hendur Biden voru skipaðir af Donald Trump. Biden gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur þó að refsingar í slíkum málum séu alla jafna vægari, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Jill Biden forsetafrú mætti til þess að styðja Hunter Biden í dómsal. Hún er stjúpmóðir Hunter en móðir hans Neilia lést í bílslysi þegar hann var tveggja og hálfs árs gamall. Yngri systir hann Naomi lést og hann og Beau bróðir hans slösuðust báðir.AP/Matt Slocum Segist hafa ánetjast krakki eftir dauða bróður síns Fíkniefnaneysla Hunters Biden hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina, þar á meðal af honum sjálfum í æviminningum sem hann gaf út árið 2021. Í bókinni sagðist hann hafa ánetjast krakki eftir að bróðir hans Beau lést úr krabbameini árið 2015. Bræðurnir slösuðust báðir í bílslysi sem varð móður þeirra og yngri systur þeirra, sem var eins árs gömul, að bana árið 1972. Jill Biden, forsetafrú og stjúpmóðir Hunters, og Ashley, hálfsystir hans, voru viðstaddar réttarhöldin í dag og við skipan kviðdóms í gær. Joe Biden forseti gaf frá sér yfirlýsingu í gær vegna dómsmálsins þar sem hann lýsti yfir stuðningi við son sinn. „Sem forseti tjái ég mig ekki og mun ekki tjá mig um alríkismál sem eru í gangi. En sem faðir ber ég endalausa ást til sonar míns, traust á honum og virðingu fyrir styrk hans,“ sagði forsetinn. AP-fréttastofan segir að bandamenn Biden forseti óttist hvaða áhrif réttarhöldin kunna að hafa á hann. Biden hafi lengi haft áhyggjur af eina eftirlifandi syni sínum og reglusemi hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins fullyrti engu að síður í gær að málið hefði engin áhrif á getu forsetans til þess að sinna skyldum sínum.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10