Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2024 16:24 Sundlaugin í Varmahlíð verður að óbreyttu lokuð fyrir hádegi í sumar vegna sumarleyfis starfsmanna. Skagafjörður Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér. Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Á annað hundrað manns eru búsett í Varmahlíð í miðjum Skagafirði. Staðsetning þorpsins við Þjóðveg 1 gerir að verkum að þúsundir fara í gegnum Varmahlíð á degi hverjum. Sundlaugin í bænum hefur notið nokkurra vinsælda með rennibraut fyrir börnin og sína heitu potta. Allajafna opnar sundlaugin dyrnar klukkan átta yfir vetrartímann og sjö á sumrin. Ekki í sumar. Monika Borgarsdóttir er starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Skárra um helgar „Það virðist bara enginn sækja um, eða eitthvað lítið um umsóknir. Landslagið virðist eitthvað öðruvísi í því í ár. Við fengum einn afleysingamann en þurfum helst tvo. Við ákváðum að reyna að finna einhverja lausn á því,“ segir Monika. Lausnin felst í því að sundlaugin verður opnuð klukkan tólf á hádegi í stað sjö að morgni. Þannig er haft að hafa eina vakt á dag í stað vaktaskipta um miðjan daginn eins og áður var. „Svo lengjum við opnunartímann um klukkutíma um helgar,“ segir Monika. Það sé gert til að koma aðeins til móts við fólkið þegar meira er að gera. Á góðviðrisdegi mæti vel á annað hundrað í laugina en geti verið mörg hundruð um helgar. Ættamót fari reglulega fram í sveitinni og tjaldsvæði sé á næstu grösum. Snjóar á sundlaugargesti Viðbrögðin meðal þorpsbúa hafi verið viðbúðin. Fólki sé ekki skemmt að opnunartími sé skertur í stað þess að hann sé óbreyttur. Fastagestir séu fáir snemma morguns en fjölgi með morgningum. Þeir þurfi að bíða til hádegis eða skella sér á Sauðárkrók. Von er á að gestum fjölgi yfir sumartímann frá því sem var í vetur. Á þeim nótum bendir Monika á að það sé enn vetur með tilliti til veðurs. „Það er bara snjór hérna. Maður keyrir í krapi á veginum,“ segir Monika. Hún bætir við þeim tíðindum úr Varmahlíð að þar standi yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla, þar sé heilmikið líf. Leikskólinn sem fyrir er sé sprunginn og því þurfi að stækka til að koma börnunum fyrir. Svo gæti auðvitað enn fundist hetja til að standa vaktina í sumar. Hægt er að sækja um starf í íþróttamiðstöðinni hér.
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira