Segir enska knattspyrnusambandið vilja dæma Paquetá í lífstíðarbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2024 17:46 Í leik með West Ham á nýafstaðinni leiktíð. Vísir/Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er enn á ný í vandræðum vegna fjölda veðmála tengdum spilamennsku hann. Blaðamaður enska götublaðsins The Sun telur að enska knattspyrnusambandið vilji dæma leikmanninn í lífstíðarbann. Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira