„Veit ekki hvað kom yfir mig“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Jóhannsson skrifa 4. júní 2024 22:30 Guðrún Arnardóttir átti frábæran sprett í fyrra marki Íslands. Vísir/Diego „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. „Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
„Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira