Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 12:48 Appelsínugular veðurviðvaranir gilda fyrir austurhelming landsins. Ljósmynd þessi var tekin í Mývatnssveit í gær. Daði Lange Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15
Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34