Ósætti í Suðurnesjabæ vegna staðsetningar gervigrasvallar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:10 Óljóst er hvort meirihlutinn komi sér saman um niðurstöðu á bæjarfundinum í kvöld. Vísir Ósætti ríkir í bæjarstjórnmálunum í Suðurnesjabæ vegna ágreinings um staðsetningu nýs gervigrasvallar. Á síðasta fundi bæjarráðs ákváðu fulltrúar meirihltua Framsóknar og Sjálfstæðsflokksins að leggja fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði en ekki í Garði. Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira