Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 21:09 Hildur Björnsdóttir segir að lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra sé til marks um fjármögnunarvanda borgarinnar Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira