Deildarstýri – deildarstýra – deildarstjóri Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:01 Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Íslensk tunga Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun