Deildarstýri – deildarstýra – deildarstjóri Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:01 Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Íslensk tunga Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“ Hvernig á það að birtast þegar við auglýsum eftir nýju starfsfólki? Hér er nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki auglýstu eftir fólki fyrir nokkrum áratugum. „Skúringakonur vantar okkur nú þegar.“ „Stúlkur vantar í frystihúsið.“ „Starfsstúlkur vantar í eldhús Kópavogshælis.“ „Óskum að ráða reglusama pilta til náms í matreiðslu og framreiðslu.“ „Tvær stúlkur og tvo karla vantar til starfa í farskrárdeild félagsins í Reykjavík.“ Við erum löngu hætt að rífast um það hvort svona auglýsingar séu viðeigandi. Tungumálið sem notað var í þessum auglýsingum endurspeglaði tíðarandann, tíðaranda þar sem konum voru ætluð tiltekin lægra launuð störf en körlum önnur betur borguð. Samfélagið hættir ekkert að breytast, sem betur fer. Enn eiga konur á brattann að sækja á vinnumarkaði og nú þekkjum við mörg einhvert sem hvorki skilgreinir sig sem konu eða karl. Og tungumálið verður að þjóna okkur. Þessa dagana skiptist fólk á skoðunum um kynhlutlaust mál, hvernig orðin í okkar yndislega tungumáli endurspegli best þennan breytta veruleika. Sum spælast við að sjá titilinn -stýra. Öðrum þykir tilgerðarlegt að sjá „öll velkomin“ og enn öðrum skrýtið að sjá ný orð á borð við hán, kvár og stálp. Sjálfri finnst mér þau endurspegla vel veruleikann, sem er fjölbreyttari en hann var, og er að æfa mig að nota þau í daglegu máli. Þegar við hjá Orkuveitunni auglýsum laus störf er mikilvægt fyrir okkur að laða til okkar hæfasta fólkið. Við viljum því ná til allra og senda þau skilaboð til mögulegra umsækjenda að við séum eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þau öll. Við höfum náð góðum árangri með því að rýna vandlega starfstitla og orðfæri auglýsinga, og rannsóknir sýna að fólk sem skilgreinir sig með öðrum hætti en kona eða karl laðast síður að störfum með beina skírskotun í kyn, eins og t.d. -stjóri eða -stýra. Um þessar mundir erum við að leita að manneskjum til þess að stýra tveimur deildum hjá Veitum. Í anda okkar stefnu auglýsum við því eftir deildarstjóra, deildarstýru eða deildarstýri. Það kann að hljóma einkennilega eða óþjált. Það er okkur hinsvegar mikilvægara að skilaboðin séu skýr – það eru öll kyn velkomin á okkar vinnustað. Þegar barnabörnin mín skoða gamlar atvinnuauglýsingar vona ég að þau verði stolt af því að ég vann á vinnustað sem hafði hugrekki til að breyta en beið ekki eftir að aðrir riðu á vaðið. Höfundur er framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun