Grasið vel sprottið og heyskapur hafinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2024 20:40 Sláttur á Þorvaldseyri í dag. Páll Ólafsson á traktornum. Einar Árnason Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag. Bændur á Þorvaldseyri segjast finna til með starfssystkinum sínum norðan heiða. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34
Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33
Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32