Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Starri Reynisson skrifar 7. júní 2024 07:01 Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. Það vekur mig hins vegar til umhugsunar að sigurvegari forsetakosninga skuli aðeins hafa hlotið um þriðjung atkvæða. Í byrjun baráttunnar vaknaði mikil umræða um þann fjölda meðmælenda sem frambjóðendur þurftu að safna til að framboð þeirra teldist gilt. Ég er sammála þeim sem telja þann fjölda of lágan og vona að sú umræða haldi áfram, en samhliða henni væri heilbrigt að ræða kosningakerfið. Það skýtur skökku við að þjóðhöfðingi Íslands sé kjörinn í einfaldri hlutfallskosningu á meðan tvær umferðir þarf til að velja framlag Íslands í Eurovision, en þar er annað augljóslega mikilvægara en hitt. Það er þó nánast regla að forseti Íslands sé kjörinn án þess að hafa meirihluta atkvæða að baki sér og Halla er þar heldur betur engin undantekning. Hennar bíður því ærið verkefni við að sannfæra þá sem ekki kusu hana um erindi sitt, ætli hún að verða farsæll forseti allrar þjóðarinnar. Að sameina þjóðina Af þeim sem náð hafa kjöri til embættis forseta Íslands í gegnum tíðina er Kristján Eldjárn einn um það að hafa hlotið meirihluta atkvæða þegar hann var fyrst kjörinn. Halla Tómasdóttur hlaut þó næst lægst hlutfall allra sem náð hafa kjöri og því erfitt að segja að hún njóti breiðs stuðnings eða hafi sterkt umboð. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún verði farsæl í embætti, en hún situr á þeim lista nánast mitt á milli Vigdísar Finnbogadóttur, sem var kjörin með 30% atkvæða og Guðna Th., sem náði kjöri með rétt tæp 40%. Guðna og Vigdísi tókst báðum hratt og örugglega að sannfæra stærstan hluta þeirra sem ekki kusu þau um erindi þeirra og ágæti, í dag hugsa flestir til beggja með miklum hlýhug. Ég man lítið eftir forsetatíð Vigdísar en Guðni vann að mínu mati hug og hjörtu fólks með því að vera hlýr, mennskur og aðgengilegur. Þau tvö eiga það líka sameiginlegt að vera einlægt áhugafólk um íslenskt samfélag og íslenska menningu og búa hvort um sig yfir hafsjó af fróðleik þar um. Það skiptir einmitt miklu máli, eigi eining að ríkja um forsetann, að sú manneskja sem embættinu gegnir hafi bæði þekkingu og áhuga á íslensku samfélagi og íslenskri menningu. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en í kjölfar úrslitanna hefur eitt og annað verið tínt til úr kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur sem gefur vísbendingar um að hún búi því miður ekki yfir slíku. Sjálfshjálp fyrir sjálfstætt fólk Það er greinilegt á umræðu meðal menningarlega þenkjandi fólks, hvort sem er á samfélagsmiðlum eða förnum vegi, að það er margt hvert uggandi yfir niðurstöðu kosninganna. Það að nýkjörinn forseti kunni ekki skil á sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, detti ekki í hug að Gunnar Hámundarson hafi búið á Hlíðarenda og kannist ekki við að Jón Arason hafi verið hálshöggvinn telst allt nokkuð súrt. Einnig situr í mörgum að hún þekki aðeins til Engla alheimsins sem kvikmyndar en ekki verðlaunabókar sem á sérstakan stað í hjörtum margra. Þá bætir ekki úr skák að hún nefni bandaríska sjálfshjálparbók þegar hún er beðin um bókameðmæli, frekar en að hampa íslenskum bókmenntum líkt og flestir aðrir frambjóðendur kusu að gera. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að draga úr þeirri upplifun margra að búseta hennar hér á landi sé alfarið bundin við að hún fái að vera forseti. Þess þá heldur þegar hún velur í þakkarræðu sinni að vitna í bandarískt ljóðskáld, frekar en að leita í þá miklu og lifandi flóru íslenskra skálda sem hafa mörg hver ort eitthvað sem gæti átt prýðisvel við slíkt tilefni. Eins og Eiríkur Örn Norðdahl bendir á í pistli á heimasíðu sinni er auk þess mögulegt að hún hafi misskilið inntak ljóðsins, þó hann hafi þann varnagla á að ljóð séu opin til túlkunar. Þessar áhyggjur fólks eru vel skiljanlegar, enda gegnir forsetinn mikilvægu hlutverki gagnvart íslenskri menningu. Forsetinn er viðstaddur allflesta stóra menningarviðburði og þarf að taka til máls á þeim mörgum. Margir gera þá kröfu til forsetans að hann nýti rödd sína til að lyfta menningunni upp og halda henni í heiðri, það gæti reynst erfitt ef þekkingu og áhuga skortir. Verk fyrir höndum Það þýðir þó lítið að bölsótast og fer flestum betur að vera bjartsýn. Halla Tómasdóttir er öflug kona sem á að baki farsælan feril í alþjóðlegu viðskiptalífi og hefur getið sér gott orð nær hvar sem hún kemur. Eftir að hafa fylgst náið með kosningabaráttu hennar er svo ekki hægt að velkjast í vafa um að hún er vel fær um að leiða fólk saman og virkja það til áhrifamikillar útkomu. Hún á því eflaust eftir að standa sig með prýði í þeim hlutverkum forseta sem snúa að samskiptum við önnur ríki og alþjóðastofnanir og mun vafalítið beita embættinu til að lyfta upp íslensku viðskiptalífi. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig hún útfærir það margumtalaða stefnumál sitt að leiða saman ólíka hópa samfélagsins til að vinna gegn skautun og lágu trausti. Hún hefði að öllum líkindum ekki náð jafn langt í lífinu og raun ber vitni ef hún gæti ekki lagað sig að aðstæðum og aflað sér færni og þekkingar á nýjum og ólíkum sviðum. Á þá færni mun reyna ætli hún sér að verða farsæll forseti. Það verður ekki slegið á efasemdir fólks með fyrirlestri um jákvæðni í boði Dale Carnegie, heldur þarf að mæta þeim og svara þeim. Nýkjörinn forseti þarf að stíga fast og örugglega til jarðar og sýna að hún geti verið forseti allrar þjóðarinnar en ekki eingöngu þess þriðjungs sem kaus hana. Það er bundið hennar frumkvæði að slá á áhyggjur þeirra sem líst illa á blikuna og nauðsynlegt að hún geri það eigi henni að takast að leiða ólíka þjóðfélagshópa til samtals líkt og hún kveðst vilja. Höfundur er bóksali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. Það vekur mig hins vegar til umhugsunar að sigurvegari forsetakosninga skuli aðeins hafa hlotið um þriðjung atkvæða. Í byrjun baráttunnar vaknaði mikil umræða um þann fjölda meðmælenda sem frambjóðendur þurftu að safna til að framboð þeirra teldist gilt. Ég er sammála þeim sem telja þann fjölda of lágan og vona að sú umræða haldi áfram, en samhliða henni væri heilbrigt að ræða kosningakerfið. Það skýtur skökku við að þjóðhöfðingi Íslands sé kjörinn í einfaldri hlutfallskosningu á meðan tvær umferðir þarf til að velja framlag Íslands í Eurovision, en þar er annað augljóslega mikilvægara en hitt. Það er þó nánast regla að forseti Íslands sé kjörinn án þess að hafa meirihluta atkvæða að baki sér og Halla er þar heldur betur engin undantekning. Hennar bíður því ærið verkefni við að sannfæra þá sem ekki kusu hana um erindi sitt, ætli hún að verða farsæll forseti allrar þjóðarinnar. Að sameina þjóðina Af þeim sem náð hafa kjöri til embættis forseta Íslands í gegnum tíðina er Kristján Eldjárn einn um það að hafa hlotið meirihluta atkvæða þegar hann var fyrst kjörinn. Halla Tómasdóttur hlaut þó næst lægst hlutfall allra sem náð hafa kjöri og því erfitt að segja að hún njóti breiðs stuðnings eða hafi sterkt umboð. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún verði farsæl í embætti, en hún situr á þeim lista nánast mitt á milli Vigdísar Finnbogadóttur, sem var kjörin með 30% atkvæða og Guðna Th., sem náði kjöri með rétt tæp 40%. Guðna og Vigdísi tókst báðum hratt og örugglega að sannfæra stærstan hluta þeirra sem ekki kusu þau um erindi þeirra og ágæti, í dag hugsa flestir til beggja með miklum hlýhug. Ég man lítið eftir forsetatíð Vigdísar en Guðni vann að mínu mati hug og hjörtu fólks með því að vera hlýr, mennskur og aðgengilegur. Þau tvö eiga það líka sameiginlegt að vera einlægt áhugafólk um íslenskt samfélag og íslenska menningu og búa hvort um sig yfir hafsjó af fróðleik þar um. Það skiptir einmitt miklu máli, eigi eining að ríkja um forsetann, að sú manneskja sem embættinu gegnir hafi bæði þekkingu og áhuga á íslensku samfélagi og íslenskri menningu. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en í kjölfar úrslitanna hefur eitt og annað verið tínt til úr kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur sem gefur vísbendingar um að hún búi því miður ekki yfir slíku. Sjálfshjálp fyrir sjálfstætt fólk Það er greinilegt á umræðu meðal menningarlega þenkjandi fólks, hvort sem er á samfélagsmiðlum eða förnum vegi, að það er margt hvert uggandi yfir niðurstöðu kosninganna. Það að nýkjörinn forseti kunni ekki skil á sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, detti ekki í hug að Gunnar Hámundarson hafi búið á Hlíðarenda og kannist ekki við að Jón Arason hafi verið hálshöggvinn telst allt nokkuð súrt. Einnig situr í mörgum að hún þekki aðeins til Engla alheimsins sem kvikmyndar en ekki verðlaunabókar sem á sérstakan stað í hjörtum margra. Þá bætir ekki úr skák að hún nefni bandaríska sjálfshjálparbók þegar hún er beðin um bókameðmæli, frekar en að hampa íslenskum bókmenntum líkt og flestir aðrir frambjóðendur kusu að gera. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að draga úr þeirri upplifun margra að búseta hennar hér á landi sé alfarið bundin við að hún fái að vera forseti. Þess þá heldur þegar hún velur í þakkarræðu sinni að vitna í bandarískt ljóðskáld, frekar en að leita í þá miklu og lifandi flóru íslenskra skálda sem hafa mörg hver ort eitthvað sem gæti átt prýðisvel við slíkt tilefni. Eins og Eiríkur Örn Norðdahl bendir á í pistli á heimasíðu sinni er auk þess mögulegt að hún hafi misskilið inntak ljóðsins, þó hann hafi þann varnagla á að ljóð séu opin til túlkunar. Þessar áhyggjur fólks eru vel skiljanlegar, enda gegnir forsetinn mikilvægu hlutverki gagnvart íslenskri menningu. Forsetinn er viðstaddur allflesta stóra menningarviðburði og þarf að taka til máls á þeim mörgum. Margir gera þá kröfu til forsetans að hann nýti rödd sína til að lyfta menningunni upp og halda henni í heiðri, það gæti reynst erfitt ef þekkingu og áhuga skortir. Verk fyrir höndum Það þýðir þó lítið að bölsótast og fer flestum betur að vera bjartsýn. Halla Tómasdóttir er öflug kona sem á að baki farsælan feril í alþjóðlegu viðskiptalífi og hefur getið sér gott orð nær hvar sem hún kemur. Eftir að hafa fylgst náið með kosningabaráttu hennar er svo ekki hægt að velkjast í vafa um að hún er vel fær um að leiða fólk saman og virkja það til áhrifamikillar útkomu. Hún á því eflaust eftir að standa sig með prýði í þeim hlutverkum forseta sem snúa að samskiptum við önnur ríki og alþjóðastofnanir og mun vafalítið beita embættinu til að lyfta upp íslensku viðskiptalífi. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig hún útfærir það margumtalaða stefnumál sitt að leiða saman ólíka hópa samfélagsins til að vinna gegn skautun og lágu trausti. Hún hefði að öllum líkindum ekki náð jafn langt í lífinu og raun ber vitni ef hún gæti ekki lagað sig að aðstæðum og aflað sér færni og þekkingar á nýjum og ólíkum sviðum. Á þá færni mun reyna ætli hún sér að verða farsæll forseti. Það verður ekki slegið á efasemdir fólks með fyrirlestri um jákvæðni í boði Dale Carnegie, heldur þarf að mæta þeim og svara þeim. Nýkjörinn forseti þarf að stíga fast og örugglega til jarðar og sýna að hún geti verið forseti allrar þjóðarinnar en ekki eingöngu þess þriðjungs sem kaus hana. Það er bundið hennar frumkvæði að slá á áhyggjur þeirra sem líst illa á blikuna og nauðsynlegt að hún geri það eigi henni að takast að leiða ólíka þjóðfélagshópa til samtals líkt og hún kveðst vilja. Höfundur er bóksali.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar