Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir komandi umferð í Bestu-deild kvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag. Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira