Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Árni Sæberg skrifar 8. júní 2024 19:52 Aðgerðir Ísraelshers voru framkvæmdar í miðju íbúahverfi. Jehad Alshrafi/AP Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. „Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
„Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00