Iðnaðarnjósnir raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2024 21:00 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum hér á landi. Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís. Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Netöryggissérfræðingar hafa nýverið varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu að íslenskum innviðum og fyrirtækjum, meðal annars í þeim tilgangi að komast yfir viðkvæmar upplýsingar, til að mynda viðskiptaleyndarmál og hugverk. „Þetta er raunveruleg ógn og þetta er vaxandi ógn og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig að þarna eru hópar sem eru mjög færir í þessum árásum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann kveðst ekki vita um staðfest dæmi um iðnaðarnjósnir sem hafa heppnast á Íslandi, en ógnin sé fjölþætt. „Það er í fjárhagslegum tilgangi, til þess að valda skaða og jafnvel til þess að komast yfir einhvers konar upplýsingar eða gögn. Þetta er stórt vandamál,“ segir Sigurður. Víða erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, hefur það færst í aukana að stórfyrirtæki, til að mynda í lyfja- og tæknigeira séu farin að gera bakgrunnsrannsóknir á starfsfólki áður en það er ráðið inn til að gæta að öryggi. „Við höfum ekki heyrt kannski um það. En ég efast ekki um það að það hafi orðið vitundarvakning í þessum málum þannig að það eru allir meira á varðbergi og passa upp á þessa hluti. Og það er auðvitað mikið mál að hleypa einhverjum inn á tölvukerfi, hvort sem að það er starfsmaður eða einhver annar,“ segir Sigurður. Ógnin beinist einnig gegn stjórnvöldum en dæmi eru um að hópar sem ganga erinda erlendra ríkja beiti njósnum gegn íslenskri stjórnsýslu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni. „Þetta veldur okkur áhyggjum, þetta er alvarlegt og við höfum verk að vinna þegar kemur að frekari getu og burðum hér á landi til að koma í veg fyrir slíkt. Og þessar fjölþáttaógnir ríkja eru vaxandi og við erum ekki ónæm fyrir því frekar en önnur lönd,“ segir Þórdís.
Öryggis- og varnarmál Netglæpir Netöryggi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent