Vestmanneyjabær mótmælir efnisvinnslu Heidelberg við Landeyjahöfn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2024 06:40 Um er að ræða sama fyrirtæki og hyggur á rekstur mölunarverksmiðju í Ölfusi. Vísir/Egill Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gera alvarlegar athugasemdir við áform HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. um efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjahöfn. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum. Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum.
Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira