Fóru yfir það besta frá „syni Haraldar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 18:46 Hákon Arnar í leik með Lille. Vísir/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson gekk í raðir franska efstu deildarliðsins Lille fyrir nýafstaðið tímabil. Eftir að gera það gott með FC Kaupmannahöfn í Danmörku þá átti hann erfitt uppdráttar fyrst um sinn í Frakklandi en sýndi hvað í sér bjó á síðari hluta tímabilsins. Hákon Arnar varð 21 árs fyrr á árinu og var frábær í 1-0 sigri Íslands á Englandi á dögunum. Hann er svo að sjálfsögðu í byrjunarliði Íslands gegn Hollandi í kvöld. Þessi ungi en stórskemmtilegi leikmaður varð tvöfaldur danskur meistari með FCK á síðasta ári og gekk í kjölfarið í raðir Lille. Þar var byrjaði hann af krafti á undirbúningstímabilinu en svo fjaraði aðeins undan þegar leiktíðin fór af stað. Eðlilega tók það ungan leikmann smá tíma að aðlagast nýju liði, landi og umhverfi. Þó svo að bróðir hans hafi flutt með honum. Alls spilaði Hákon Arnar 26 leiki í deildinni og skoraði tvö mörk. Þá gaf hann fjórar stoðsendingar í átta Sambandsdeildarleikjum ásamt því að skora þrjú og gefa tvær stoðsendingar í tveimur bikarleikjum. Samfélagsmiðlastjóri Lille hefur skrúfað pressuna á íslenska landsliðsmanninum verulega upp fyrir komandi leiktíð þar sem aðgangur liðsins á X, áður Twitter, hefur tekið saman það besta frá „syni Haraldar“ á síðari hluta síðasta tímabils. Arrivé cet été en France, Hakon Haraldsson a dû s'adapter à un nouveau championnat et une nouvelle culture, mais il nous a montré tout son talent, notamment sur la seconde partie de la saison 🤩Retour sur les performances du fils d'Harald 🔛 pic.twitter.com/3XOAOtPvZf— LOSC (@losclive) June 8, 2024 Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Hákon Arnar varð 21 árs fyrr á árinu og var frábær í 1-0 sigri Íslands á Englandi á dögunum. Hann er svo að sjálfsögðu í byrjunarliði Íslands gegn Hollandi í kvöld. Þessi ungi en stórskemmtilegi leikmaður varð tvöfaldur danskur meistari með FCK á síðasta ári og gekk í kjölfarið í raðir Lille. Þar var byrjaði hann af krafti á undirbúningstímabilinu en svo fjaraði aðeins undan þegar leiktíðin fór af stað. Eðlilega tók það ungan leikmann smá tíma að aðlagast nýju liði, landi og umhverfi. Þó svo að bróðir hans hafi flutt með honum. Alls spilaði Hákon Arnar 26 leiki í deildinni og skoraði tvö mörk. Þá gaf hann fjórar stoðsendingar í átta Sambandsdeildarleikjum ásamt því að skora þrjú og gefa tvær stoðsendingar í tveimur bikarleikjum. Samfélagsmiðlastjóri Lille hefur skrúfað pressuna á íslenska landsliðsmanninum verulega upp fyrir komandi leiktíð þar sem aðgangur liðsins á X, áður Twitter, hefur tekið saman það besta frá „syni Haraldar“ á síðari hluta síðasta tímabils. Arrivé cet été en France, Hakon Haraldsson a dû s'adapter à un nouveau championnat et une nouvelle culture, mais il nous a montré tout son talent, notamment sur la seconde partie de la saison 🤩Retour sur les performances du fils d'Harald 🔛 pic.twitter.com/3XOAOtPvZf— LOSC (@losclive) June 8, 2024
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira