Ráðherra hafi ekki mátt láta rannsaka meðferðarheimilið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:03 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er snúin til baka úr framboðsleyfi til forseta Íslands. Hún segir mat stofnunarinnar að ráðherra hafi ekki mátt fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að rannsaka Laugaland-Varpholt. Vísir/Einar Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum. Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira