Meðvitaður um stöðu sína hjá Man Utd en vill ólmur vera áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 23:31 Erik ten Hag hefur þjálfað Man United undanfarin tvö tímabil, unnið tvo titla og farið með liðið í alls þrjá úrslitaleiki. Matthew Peters/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, er sagður meðvitaður um stöðu sína hjá félaginu en vill ólmur vera þar áfram þrátt fyrir að Man Utd hafi skoðað þjálfaramarkaðinn í sumar. Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira