„Ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur böðull rasista“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 07:31 Vinícius Júnior kom, sá og sigraði bæði á knattspyrnuvellinum sem og í dómsalnum. Mateo Villalba/Getty Images Vinícius Júnior, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, hefur tjáð sig eftir að þrír stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í hans garð á síðustu leiktíð. Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira