„Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júní 2024 15:32 Henry Alexander skrifar nú tæpitungulaust um hvalveiðar. Hann sat í fagráði sem skilaði ráðherra áliti um veiðarnar á síðasta ári. vísir Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. Henry sat sjálfur í fagráði sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, áliti um veiðarnar. Svandís byggði ákvörðun sína um bann á álitinu, en þar kom fram að veiðar á hvalveiðum væru ekki réttlætanlegar með tilliti til laga um velferð dýra. Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að bannið hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Umboðsmaður gat ekki séð að hlutverk fagráðsins væri að gefa matvælaráðherra ráðgjöf um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Íslendingar telji sig þurfa að vita betur Í skoðanagrein Henrys sem hann skrifar í dag segir hann að ekki standi steinn yfir steini í ákvörðun núverandi matvælaráðherra í dag. „Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni,“ skrifar Henry. Hvalir séu ekki auðlind heldur villt spendýr. „Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt.“ Hann segir hvali ekki hafa neitt að gera með fæðuöryggi. Ekki þurfi að grisja stofninn og ekki geti flokkað hvali sem meindýr. Þá sé ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun þeirra. Þetta leiði til þess að veiðarnar séu ekki siðferðilega réttlætanlegar. „Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur,“ segir Henry í lok greinarinnar. Alltaf komist að sömu niðurstöðu Í samtali við Vísi segir Henry að umræðan hafi verið færð frá atriðum líkt dýravelferðarsjónarmiðum yfir í umræðu um ákvörðunarferli ráðherra. „Mér fannst einsýnt að það væri farið aftur í spurningu um hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Þetta snerist núna um nýtt leyfi, allt annað en var í fyrrasumar.“ Eftir að hvalveiðibanni var komið á sagði Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. að Henry væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa hans um veiðarnar. Þessu vísaði Henry á bug og sagði Kristján rökþrota. Henry segist ekki geta starfað á ný innan fagráðsins eftir þessar deilur þeirra tveggja. En þú hefur þá væntanlega alltaf verið andstæðingur hvalveiða? „Ja, ég hef alltaf komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að siðferðilega ganga veiðar á langreyðum ekki upp.“ En komst þú þá hlutlaus að borði í fagráðinu í fyrra? „Já, já. Það lá alveg fyrir, alveg eins og fólk sem veitir ráðgjöf um loftslagsmál hefur afstöðu til loftslagsmála,“ segir Henry. Misskilnings gæti um hvernig sérfræðingar skuli veita ráðgjöf. „Þess vegna taka sérfræðingar ekki ákvarðanir. Þess vegna er myndaður hópur af sérfræðingum sem hafa ólík sjónarmið. Þess vegna keypti Kristján Loftsson sér opnu í Morgunblaðinu í fyrra þar sem hann dró fram það sem ég hafði skrifað um hvalveiðar. Þar benti hann á að ég hefði talið að það væri tími til kominn til að skoða siðferðilega hlið veiðanna. Það var tilvitnunin sem hann tók og fannst svona hræðileg.“ Henry segir að eftir fyrrgreindar deilur sé útséð um aðkomu hans að fagráðinu. „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Mjög langt á milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Búið að opna Reykjanesbraut á ný Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Staða viðræðna valdi „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Henry sat sjálfur í fagráði sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, áliti um veiðarnar. Svandís byggði ákvörðun sína um bann á álitinu, en þar kom fram að veiðar á hvalveiðum væru ekki réttlætanlegar með tilliti til laga um velferð dýra. Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að bannið hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Umboðsmaður gat ekki séð að hlutverk fagráðsins væri að gefa matvælaráðherra ráðgjöf um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Íslendingar telji sig þurfa að vita betur Í skoðanagrein Henrys sem hann skrifar í dag segir hann að ekki standi steinn yfir steini í ákvörðun núverandi matvælaráðherra í dag. „Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni,“ skrifar Henry. Hvalir séu ekki auðlind heldur villt spendýr. „Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt.“ Hann segir hvali ekki hafa neitt að gera með fæðuöryggi. Ekki þurfi að grisja stofninn og ekki geti flokkað hvali sem meindýr. Þá sé ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun þeirra. Þetta leiði til þess að veiðarnar séu ekki siðferðilega réttlætanlegar. „Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur,“ segir Henry í lok greinarinnar. Alltaf komist að sömu niðurstöðu Í samtali við Vísi segir Henry að umræðan hafi verið færð frá atriðum líkt dýravelferðarsjónarmiðum yfir í umræðu um ákvörðunarferli ráðherra. „Mér fannst einsýnt að það væri farið aftur í spurningu um hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Þetta snerist núna um nýtt leyfi, allt annað en var í fyrrasumar.“ Eftir að hvalveiðibanni var komið á sagði Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. að Henry væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa hans um veiðarnar. Þessu vísaði Henry á bug og sagði Kristján rökþrota. Henry segist ekki geta starfað á ný innan fagráðsins eftir þessar deilur þeirra tveggja. En þú hefur þá væntanlega alltaf verið andstæðingur hvalveiða? „Ja, ég hef alltaf komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að siðferðilega ganga veiðar á langreyðum ekki upp.“ En komst þú þá hlutlaus að borði í fagráðinu í fyrra? „Já, já. Það lá alveg fyrir, alveg eins og fólk sem veitir ráðgjöf um loftslagsmál hefur afstöðu til loftslagsmála,“ segir Henry. Misskilnings gæti um hvernig sérfræðingar skuli veita ráðgjöf. „Þess vegna taka sérfræðingar ekki ákvarðanir. Þess vegna er myndaður hópur af sérfræðingum sem hafa ólík sjónarmið. Þess vegna keypti Kristján Loftsson sér opnu í Morgunblaðinu í fyrra þar sem hann dró fram það sem ég hafði skrifað um hvalveiðar. Þar benti hann á að ég hefði talið að það væri tími til kominn til að skoða siðferðilega hlið veiðanna. Það var tilvitnunin sem hann tók og fannst svona hræðileg.“ Henry segir að eftir fyrrgreindar deilur sé útséð um aðkomu hans að fagráðinu. „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Mjög langt á milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Búið að opna Reykjanesbraut á ný Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Staða viðræðna valdi „miklum vonbrigðum“ Sjá meira