Mæta síauknum vinsældum country tónlistar með nýrri útvarpsstöð
Þann 13. júní hefjast útsendingar á nýjustu bylgjunni, Country Bylgjunni.

„Country Bylgjan mun eingöngu spila allra bestu country tónlistina, allt frá þekktum country slögurum áttunda áratugsins til nýjustu og vinsælustu country laganna. Tónlistarfólk á borð við Luke Combs, Chris Stapleton, Dan + Shay, Dolly Parton og miklu fleiri munu óma á nýju Bylgjunni,“ segir Þórdís og bætir við:
„Hingað til hef ég farið huldu höfði með áhuga minn á country tónlist enda hefur viðhorfið verið frekar á þá leið að country tónlist sé lummuleg. Nú get ég komið hreint fram og viðurkennt þetta. Country tónlist er ekki lengur bara sakbitin sæla.“
Hlustendur geta stillt sig inn á FM 103.9 á höfuðborgarsvæðinu, hlustað í gegnum Bylgju appið eða hlustað í beinni á netinu.
„Hvort sem þú ert að leita að nostalgíu eða nýjustu slögurum, þá finnurðu það á Country Bylgjunni,“ segir Þórdís að lokum.
Vísir er í eigu Sýnar.