„Ég er ekki stoltur af þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2024 08:00 Danijel Djuric mun taka út sína refsingu og ætlar sér að læra af málinu. vísir/arnar Danijel Djuric, leikmaður Víkings, segist hafa lært mikið af atviki sem átti sér stað eftir leik liðsins á Kópavogsvelli þann 30. maí. Hann var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann. Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Danijel var dæmdur í bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli eins og segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Eftirlitsmaðurinn á vellinum sá atvikið og sagði í skýrslu sinni að Danijel hafi kastað vatnsbrúsa upp í stúku að stuðningsmönnum Breiðabliks eftir leik liðanna í Bestu-deildinni. „Þetta bann er mjög eðlilegt finnst mér. Ég sé eftir þessu og verð bara í skammarkróknum næstu tvo leiki,“ segir Danijel og heldur áfram. „Allt ferlið fyrir leikinn á Kópavogsvelli það einhvern veginn var búið að byggjast upp. Frá vítaspyrnudómnum upp á Skaga og allt í millitíðinni og síðan spring ég í Blikaleiknum.“ En er mikið verið að öskra á Danijel á leikjum í Bestu-deildinni? „Já, ekki spurning. Ég hef ekki kynnst öðru en að fá að heyra það.“ Umræddur vítaspyrnudómur á Akranesi vakti mikla athygli þegar Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu eftir meint brot á Danijel innan vítateigs. Margir vildu meina að hann hefði fiskað vítið en hér að neðan má sjá atvikið. En finnst honum umræðan um sig vera ósanngjörn? „Alveg hundrað prósent. Ef við tökum atvikið upp á Skaga þá fer ég í viðtal eftir leikinn og það er fólk að rakka mig niður á sama tíma. Það var ný reynsla og ég fékk smá kökk í hálsinn. Síðan í Blikaleiknum spring ég bara. Ég veit ekki hvort þetta séu eðlileg viðbrögð hjá mér en ég er ungur og vitlaus og vissi ekki betur. Ég er ekki stoltur af þessu og biðst afsökunar á þessu.“ Rætt var við Danijel í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira