Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:35 „Þetta verður góð saga við matarborðið einn daginn,“ skrifar Macey Jane undir myndskeiðið. TikTok Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira