„Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. júní 2024 20:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira