Hótanir í garð lögreglumanna komnar á borð saksóknara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2024 19:23 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Lögregla hefur kært tvær hótanir í garð lögreglumanna til héraðssaksóknara. Formaður Landssambands lögreglumanna tengir hótanirnar beint við Palestínumótmæli sem staðið hafa yfir síðustu vikur og mánuði. „Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“ Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir skýrum ramma um áfengissölu Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Þetta eru hótanir um að koma heim til lögreglu og meðal annars kasta pokum með terpentínu á húsin þeirra. Það er verið að fletta upp börnum og mökum lögreglumanna og hafa samband við þau líka með hótanir í garð lögreglumanna,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fólk þekkja andlit þeirra lögreglumanna og hafi uppi á þeim. „Það er vitað allavega í tveimur tilfellum um hverja er að ræða og það er bara kært.“ Fjölnir segir um nýmæli að ræða, að lögreglumönnum berist slíkar hótanir. „Ég var nú að ræða við lögerglumann sem hefur starfað í fjörutíu ári í lögreglu og hann hefur aldrei orðið fyrir svona hótunum. Hann starfaði í gegnum alla búsáhaldabyltinguna, og aldrei varð hann fyrir svona hótunum þar.“ „Þetta eru skyldustörf lögreglumanna, að passa Alþingi, ráðuneyti, ráðamenn og alla borgara landsins,“ bætir Fjölnir við. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna.Vísir/Arnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan hafi neyðst til þess að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær, þar sem mótmæli fóru fram gegn aðgerðarleysis Íslands í málefnum Palestínu. Kristján Helgi sagði að reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Svipuð atburðarás átti sér stað í lok síðasta mánaðar við Skuggasund og vöktu þau mótmæli mikla athygli. Piparúða var beitt gegn mótmælendum og um tíu mótmælendur voru illa haldnir eftir að til átaka kom við lögreglu. Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin. „Ég verð samt að taka fram að auðvitað eru 95 prósent af þeim sem eru í mótmælum að fara eftir reglum. Það er enginn að segja að fólk megi ekki mótmæla og ég hef sjálfur tekið þátt í mótmælum í sambandi við Palestínu og hef mikla samúð með fólki frá Palestínu, og hef labbað hér niður Skólavörðustíg og annað.“
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir skýrum ramma um áfengissölu Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira