Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 15:51 Blikar unnu öruggan sigur í dag. Vísir/Diego Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. Blikar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og komu sér í nokkur skipti í góðar stöður. Besti færi liðsins fékk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir þegar hún sneri með boltann inni á teig á 19. mínútu og náði föstu skoti sem sigldi þó framhjá fjærstönginni. Gestirnir fundu þó taktinn betur og betur eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og voru í raun betra liðið seinni hluta fyrri hálfleiks. Þrótturum tókst að skapa sér tvö til þrjú góð færi og Kristrún Rut Antonsdóttir hefi líklega átt að skora eftir góða fyrirgjöf Leuh Pais á 36. mínútu, en skot hennar beint á Telmu Ívarsdóttur í marki Blika. Inn vildi boltinn ekki fyrir hlé og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var þó annað uppi á teningnum. Heimakonur höfðu greinilega fengið vítamínsprautu í hálfleik og Andrea Rut Bjarnadóttir kom Blikum yfir á 50. mínútu, stuttu eftir að gestirnir höfðu bjargað á línu. Agla María Albertsdóttir tvöfaldaði svo forystuna á 56. mínútu með marki beint úr hornspyrnu áður en Karítas Tómasdóttir bætti þriðja markinu við þremur mínútum síðar. Líklega er þó hægt að skrá mark Öglu sem sjálfsmark á Jelenu Kujundzic, en þar sem boltinn var alltaf á leiðinni í netið leyfum við henni að njóta vafans. Eftir mörkin þrjú komst meira jafnvægi á leikinn. Gestirnir sköpuðu sér einstaka hálffæri og sömu sögu er að segja af Breiðabliksliðinu. Fleiri urðu mörkin þó ekki og niðurstaðan varð öruggur 3-0 sigur Blika sem tróna enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta umferðir. Þróttarar sitja hins vegar sem fastast á botninum með aðeins fjögur stig. Atvik leiksins Eins og flestir vita þá breyta mörk leikjum og það átti svo sannarlega við í dag. Heimakonur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og með smá heppni náði Andrea Rut Bjarnadóttir að brjóta ísinn á 50. mínútu. Í kjölfarið skoruðu Blikar svo tvö mörk á stuttum tíma og unnu að lokum öruggan sigur. Stjörnur og skúrkar Það var í raun engin ein sem stóð upp úr hjá Blikum þrátt fyrir öruggan sigur. Markaskorararnir Andrea Rut, Agla María og Karitas áttu góðan dag í liði heimakvenna og heilt yfir spilaði liðið virkilega vel í seinni hálfleik. Jelena Kujundzic átti hins vegar ekki sinn besta leik í liði Þróttar í dag. Líklega væri hægt að skrifa annað mark Blika sem sjálfsmark á hana og þá var hún einnig í brasi í þriðja markinu þegar Karitas slapp ein í gegn. Dómarinn Þórður Þorsteinn Þórðarson og hans teymi áttu fínasta dag á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn fékk mikið að fljóta og Þórður var ekkert að stöðva leikinn of mikið, sem þó fór stundum í taugarnar á stuðningsmönnum liðanna. Annars lítið hægt að setja út á frammistöðu dómarateymisins. Umgjörð og stemning Eins og nánast alltaf er lítð sem ekkert hægt að setja út á umgjörðina hjá Blikunum. Hins vegar var engin brjáluð stemning á Kópavogsvelli, enda rétt rúmlega 160 áhorfendur sem mættu á völlinn. Það er greinilega nokkuð erfitt að keppa við Evrópumótið í áhorfi. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn
Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. Blikar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og komu sér í nokkur skipti í góðar stöður. Besti færi liðsins fékk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir þegar hún sneri með boltann inni á teig á 19. mínútu og náði föstu skoti sem sigldi þó framhjá fjærstönginni. Gestirnir fundu þó taktinn betur og betur eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og voru í raun betra liðið seinni hluta fyrri hálfleiks. Þrótturum tókst að skapa sér tvö til þrjú góð færi og Kristrún Rut Antonsdóttir hefi líklega átt að skora eftir góða fyrirgjöf Leuh Pais á 36. mínútu, en skot hennar beint á Telmu Ívarsdóttur í marki Blika. Inn vildi boltinn ekki fyrir hlé og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var þó annað uppi á teningnum. Heimakonur höfðu greinilega fengið vítamínsprautu í hálfleik og Andrea Rut Bjarnadóttir kom Blikum yfir á 50. mínútu, stuttu eftir að gestirnir höfðu bjargað á línu. Agla María Albertsdóttir tvöfaldaði svo forystuna á 56. mínútu með marki beint úr hornspyrnu áður en Karítas Tómasdóttir bætti þriðja markinu við þremur mínútum síðar. Líklega er þó hægt að skrá mark Öglu sem sjálfsmark á Jelenu Kujundzic, en þar sem boltinn var alltaf á leiðinni í netið leyfum við henni að njóta vafans. Eftir mörkin þrjú komst meira jafnvægi á leikinn. Gestirnir sköpuðu sér einstaka hálffæri og sömu sögu er að segja af Breiðabliksliðinu. Fleiri urðu mörkin þó ekki og niðurstaðan varð öruggur 3-0 sigur Blika sem tróna enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta umferðir. Þróttarar sitja hins vegar sem fastast á botninum með aðeins fjögur stig. Atvik leiksins Eins og flestir vita þá breyta mörk leikjum og það átti svo sannarlega við í dag. Heimakonur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og með smá heppni náði Andrea Rut Bjarnadóttir að brjóta ísinn á 50. mínútu. Í kjölfarið skoruðu Blikar svo tvö mörk á stuttum tíma og unnu að lokum öruggan sigur. Stjörnur og skúrkar Það var í raun engin ein sem stóð upp úr hjá Blikum þrátt fyrir öruggan sigur. Markaskorararnir Andrea Rut, Agla María og Karitas áttu góðan dag í liði heimakvenna og heilt yfir spilaði liðið virkilega vel í seinni hálfleik. Jelena Kujundzic átti hins vegar ekki sinn besta leik í liði Þróttar í dag. Líklega væri hægt að skrifa annað mark Blika sem sjálfsmark á hana og þá var hún einnig í brasi í þriðja markinu þegar Karitas slapp ein í gegn. Dómarinn Þórður Þorsteinn Þórðarson og hans teymi áttu fínasta dag á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn fékk mikið að fljóta og Þórður var ekkert að stöðva leikinn of mikið, sem þó fór stundum í taugarnar á stuðningsmönnum liðanna. Annars lítið hægt að setja út á frammistöðu dómarateymisins. Umgjörð og stemning Eins og nánast alltaf er lítð sem ekkert hægt að setja út á umgjörðina hjá Blikunum. Hins vegar var engin brjáluð stemning á Kópavogsvelli, enda rétt rúmlega 160 áhorfendur sem mættu á völlinn. Það er greinilega nokkuð erfitt að keppa við Evrópumótið í áhorfi.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti