Kjósendur Jóns Gnarr líklegastir til að vera ósáttir með Höllu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2024 13:48 Þjóðarpúls Gallup var framkvæmdur 5. til 10. júní. Heildarúrtaksstærð var 1779 og þátttökuhlutfall var 49,9 prósent. Vísir/Vilhelm Almenn sátt virðist ríkja meðal landsmann aum kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup. Ríflega helmingur svarenda sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör hennar í embættið. Tveir af hverjum tíu svarendum sögðust frekar sátt með kjör Höllu. Átta prósent sögðust frekar ósátt en sex prósent sögðust mjög eða að öll leyti ósátt. Fyrir utan þá svarendur sem kusu Höllu Tómasdóttur eru þeir sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líkleglegastir til að vera sáttir með kjör hennar. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið. Í þjóðarpúlsinum voru þátttakendur að auki spurðir hvenær þeir tóku ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa. Meira en þrjátíu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og ellefu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklegra til að ákveða sig seinna en eldra fólk. Níu af hverjum tíu kusu fyrsta val Langflestir svarendur kusu þann frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá sem forseta Íslands, eða 87 prósent. Þrettán prósent svarenda sögðust hafa kosið annan frambjóðanda en þeir vildu helst, sem þeir töldu eiga meiri möguleika á að ná kjöri. Af þeim sem kusu annan frambjóðanda en þeir vildu helst kusu 23 prósent Höllu Tómasdóttur, fimmtán prósent Höllu Hrund og sex prósent Katrínu. Flestir þeirra sem kusu Höllu sáu eða heyrðu til hennar í umræðuþáttum eða viðtölum, 35 prósent í auglýsingum og 34 prósent á samfélagsmiðlum. Sextíu og eitt prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafði séð hana á samfélagsmiðlum, og 81 prósent 18 til 29 ára svarenda sem höfðu sé hana á samfélagsmiðlum hafði séð hana á TikTok. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59 Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59 Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41 „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Tveir af hverjum tíu svarendum sögðust frekar sátt með kjör Höllu. Átta prósent sögðust frekar ósátt en sex prósent sögðust mjög eða að öll leyti ósátt. Fyrir utan þá svarendur sem kusu Höllu Tómasdóttur eru þeir sem kusu Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur líkleglegastir til að vera sáttir með kjör hennar. Kjósendur Jóns Gnarr voru líklegastir til að vera ósáttir með kjörið. Í þjóðarpúlsinum voru þátttakendur að auki spurðir hvenær þeir tóku ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa. Meira en þrjátíu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og ellefu prósent svarenda sögðust hafa ákveðið sig daginn fyrir kjördag. Yngra fólk var almennt líklegra til að ákveða sig seinna en eldra fólk. Níu af hverjum tíu kusu fyrsta val Langflestir svarendur kusu þann frambjóðanda sem þeir vildu helst sjá sem forseta Íslands, eða 87 prósent. Þrettán prósent svarenda sögðust hafa kosið annan frambjóðanda en þeir vildu helst, sem þeir töldu eiga meiri möguleika á að ná kjöri. Af þeim sem kusu annan frambjóðanda en þeir vildu helst kusu 23 prósent Höllu Tómasdóttur, fimmtán prósent Höllu Hrund og sex prósent Katrínu. Flestir þeirra sem kusu Höllu sáu eða heyrðu til hennar í umræðuþáttum eða viðtölum, 35 prósent í auglýsingum og 34 prósent á samfélagsmiðlum. Sextíu og eitt prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafði séð hana á samfélagsmiðlum, og 81 prósent 18 til 29 ára svarenda sem höfðu sé hana á samfélagsmiðlum hafði séð hana á TikTok.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59 Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59 Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41 „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní. 12. júní 2024 13:59
Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“ Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta. 5. júní 2024 10:59
Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. 4. júní 2024 20:41
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46