Ronaldo hlustaði ekki á meðan aðrir vildu Ancelotti eða Zidane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 09:30 Ronaldo hafði lítinn áhuga á því sem Ten Hag hafði að segja. Matthew Ashton/Getty Images Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United síðan Erik Ten Hag tók við liðinu sumarið 2022. Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira