„Mig langar að deila mikilvægum skilaboðum með ykkur. Þið vitið hvað mér finnst gaman að hjóla, en í vikunni lenti ég í mjög óheppilegu slysi. Og því fylgdi mikið áfall. Ég er í rauninni bara heppinn að vera enn á lífi,“ segir Ramsay í myndbandsfærslu á X.
Hann segist þakklátur læknum og hjúkrunarfræðingum sem litu eftir honum á sjúkrahúsinu en hann kunni hjálminum, sem hann segir hafa bjargað lífi hans, mestu þakkirnar.
„Við verðum að nota hjálm. Það skiptir ekki máli hversu stutt þú ert að hjóla, hversu dýrir hjálmar eru. Þeir eru það allra mikilvægasta,“ segir kokkurinn í myndbandinu.
Hann segist hafa sloppið við beinbrot og önnur meiri háttar meiðsli en hann væri „örlítið marinn og liti út eins og marin kartafla,“ eins og sjá má í myndbandinu.
An important #FathersDay message from me…WEAR A HELMET ! This week I had a bad accident while riding my bike in CT. I'm doing ok and I’m thankful for all the doctors, nurses and staff at @LMHospital who looked after me but most thankful for my helmet that saved my life. Be Safe pic.twitter.com/UMjaoXGpkc
— Gordon Ramsay (@GordonRamsay) June 15, 2024