Fann gamlan vin í leit sinni að nýju og breyttu lífi Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2024 09:01 Friðrik Ingi Rúnarsson Vísir/Arnar Halldórsson Líkt og við sögðum frá fyrr í vikunni snýr þjálfarinn sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, nú aftur í þjálfun og tekur við þreföldu meistaraliði Keflavíkur í körfubolta. Að baki eru afar erfiðir og krefjandi tímar sem hafa haft sitt að segja um fjarveru Friðriks frá boltanum. Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Starfið hjá Keflavík markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað lið síðan árið 2022. Fyrir því er gild ástæða en Friðrik og fjölskylda hans fengu á sínum tíma í hendurnar ógnarstórt verkefni þegar að eiginkona hans og lífsförunautur til þrjátíu og fimm ára, Anna Þórunn Sigurjónsdóttir greindist með krabbamein. Friðrik og Anna Þórunn með börnunum sínum tvemur á góðri stundu.Aðsend mynd Á stundum sem þessum verður lífið mun meira og stærra en körfubolti eða íþróttir og stóðu Friðrik Ingi og börnin þeirra tvö þétt við bakið á sinni konu. Eftir hetjulega baráttu við meinið kvaddi Anna Þórunn þessa jarðvist á síðasta ári. Svona lífsreynsla, viðlíka áfall, hefur áhrif á fólk. Aðstæður breytast og Friðrik finnur það nú að hann er ekki reiðubúinn að gefa körfuboltann upp á bátinn. Það er eitthvað sem togar í hann. „Einhver yngri útgáfa af mér sem hefur svolítið verið að tala í gegnum mig. Ég svona fer aðeins af sjónarsviðinu eftir að hafa verið með ÍR fyrir tveimur árum síðan. Það komu upp veikindi í fjölskyldunni sem að reyndu svolítið á. Ég þurfti að neita nokkrum liðum sem að leituðu til mín á síðastliðnu tveimur árum þar sem að aðstæður voru bara þannig. Þær voru bara mjög erfiðar og krefjandi.“ „Svo hafa ýmsir fagaðilar, sem ég hef leitað til í minni leit að nýju og breyttu lífi, skorað á mig og sagt mér að það gæti verið mjög gott fyrir mig að láta slag standa og fara aftur í þjálfun. Að því gefnu að ég hafi enn brennandi áhuga og vilja. Hann hefur aldrei horfið í rauninni. Ég er því bara gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni.“ Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Friðriki. Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson „Ég byrjaði að þjálfa sextán ára gamall. Er 55 ára í dag, 56 ára eftir nokkra daga. Körfuboltinn hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef þjálfað bæði karla og kvennaflokka. Ég þjálfaði líka handbolta á mínum yngri árum. Þjálfarinn er mjög ríkur í mér. Það er auðvitað bara þannig að það er erfitt að slíta sig frá þessu. Hausinn á mér er yfirleitt alltaf uppfullur af hugmyndum og pælingum. Þegar að ég horfi á körfubolta þá er hausinn á mér alltaf á fullu að pæla í alls konar taktík og pælingum. Ég hef í rauninni verið þess heiðurs aðnjótandi að vera talsvert innvinklaður í boltann. Vegna þess að það eru margir þjálfarar sem eru að þjálfa í efstu deildum karla og kvenna sem eru ýmist fyrrverandi leikmenn mínir eða aðstoðarþjálfarar. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir það að þeir leita talsvert til mín. Ég reyni að vera þeim til halds og trausts eins og ég mögulega get.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13. júní 2024 10:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn