Er óverðtryggða lánið að ganga frá fjölskyldunni? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. júní 2024 14:31 Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hversu mikils virði er líf þitt í dag? Lífð er stutt. Börnin okkar eru hjá okkur í örfá ár. Þetta er dýrmætur tími sem kemur ekki aftur. Það er staðreynd að þegar ungt fólk er að koma sér inn á fasteignamarkaðinn er það jafnframt að fara inn í dýrasta fasa lífs síns. Hvers vegna að leggja áherslu á að greiða húsnæðislánið sitt upp á sama tíma? Hvers vegna ekki að njóta tímans með börnunum? NJÓTA samverunnar, elda góðan mat, ferðast, upplifa hluti saman. Sá tími mun koma þar sem börnin fljúga úr hreiðrinu og rekstrarkostnaður heimilisins hrapar á sama tíma og fólk hækkar í launum sökum aldurs og þróunar í starfi. Þá er kominn kjörinn tími til þess að greiða húsnæðislánið hraðar niður. Verðtryggð og óverðtryggð lán í íslenskum krónum eru ein og sama bölin Í dag ættu flestir að vera farnir að átta sig á því að hin girnilegu óverðtryggðu lán sem boðin voru fyrir nokkrum árum voru ekkert annað en tálsýn. Óverðtryggðir vextir fylgja nefnilega alltaf verðbólgu. Munurinn á þessum tveimur lánaformum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbólguna í formi hárra vaxta þegar þú ert með óverðtryggt lán en færð verðbólguna að láni í formi verðbóta þegar þú ert með verðtryggð lán. Auðvitað er það lánaform dýrara þegar til lengri tíma er litið þar sem þú ert í raun að fá hærri upphæð að láni í lengri tíma. En þá spyr ég aftur....hvers virði er líf þitt í dag? Viltu greiða húsnæðislánið hratt niður til þess að sitja í skuldlausri eign um fimmtugt, eða viltu nota peninginn til þess að njóta lífisns með börnunum þínum á meðan þú hefur þau hjá þér? Hinn raunverulegi vandi – Krónan og hagstjórnin Á meðan við, þessi litla örþjóð veljum að halda í krónuna, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú ert með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Lánveitendur fá alltaf sitt, hvort sem það er í formi hárra vaxta strax eða verðbóta síðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig seðlabankastjóri getur horfst í augu við þjóðina? Hann kemur eins og stormsveipur inn í bankann, dritar vöxtunum niður úr öllu valdi á skraufþurrum húsnæðismarkaði. Kemur ítrekað fram opinberlega og talar verðtryggð lán niður og segir óverðtryggð lán vera eina vitið. Þegar þorri þjóðarinnar er kominn í óverðtryggð lán hækkar hann vexti upp úr öllu valdi og heldur þeim háum. EN, þá er hann jafnframt kominn með ansi stuttan taum í sultaról landsmanna. Minnstu vaxtahækkanir herða skelfilega og fólk hreinlega getur ekki andað. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að halda vöxtum háum án sjáanlegs árangurs hvetur hann fólk til þess að ræða við bankann sinn og endurfjármagna í verðtryggð lán! Svona eins og hann sé í einhverri skák og almenningur peðin á borðinu sem hægt er að leika sér með. Í flestum siðmenntuðum ríkjum hefði þessi seðlabankastjóri tekið pokann sinn og ratað sjálfur út. Höfundur er sérfræðingur í fjármálalæsi og sjálfstætt starfandi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun