Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. júní 2024 07:30 Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fæðingarorlof Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun