Hefur fólk á Íslandi efni á barneignum? María Rut Kristinsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:00 Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun