Hefur fólk á Íslandi efni á barneignum? María Rut Kristinsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:00 Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun