Margrét Lára: Breiðablik með öflugasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 14:00 Blikakonur fagna hér sigri á Val í toppslagnum á dögunum. Vísir/Hari Blikakonur eru með fullt hús á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir átta sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Bestu mörkin ræddu Blikaliðið og þá sérstaklega breiddina hjá sóknarmönnum liðsins. „Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
„Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira