Flughált víðs vegar vegna nýrrar aðferðar við vegaklæðningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júní 2024 18:40 Ólafur segir ástandið sums staðar vera eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Vísir/Vilhelm Ólafur Kr. Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir nýja aðferð við vegaklæðningu á umferðarvegum valda bikblæðingu sem getur verið lífshættuleg. Hann lýsir ástandi sumra vega með þungri umferð þannig að sé eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Binding vega er gerð með tvenns konar hætti, að sögn Ólafs. Annars vegar eru vegir malbikaðir og hins vegar klæddir. Mismunandi ástæður séu fyrir því að ákveðið sé að klæða eða malbika en fyrst og fremst dugi klæðning á vegum með litla sem enga daglega umferð. Það sé þó ekki staðan á þjóðveginum eða Gullna hringnum sem hafi þó verið klæddir. Fiskiolía í stað terpentínu „Þetta er ómerkilegasta bindiefni sem hægt er að hugsa sér á vegi. Þetta er ekki nema tveir og hálfur sentimetri á þykkt og þetta er bara möl sem er sáldrað yfir bik eða tjöru sem er sprautað á veginn. Til þess að þetta virki þarf að þynna bikið. Það er samkvæmt uppskrift gert með terpentínu. En á Íslandi er búið að ákveða það eða einhverjir sérfræðingar hér að terpentína sé olíuvara, það er vond lykt af henni, hún er mengun og ef þú drekkur hana verðurðu veikur,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Mynd sem Ólafur tók við aðkomuna að Geysi sem sýnir hvert ástandið getur orðið á fjölförnum vegum vegna bikblæðingar.Ólafur Kr. Guðmundsson Lengi hafi verið unnið að því að finna bindiefni sem komið gæti í staðinn fyrir terpentínu og var niðurstaðan sú að úrgangslýsi yrði notað. „Þeir eru lengi búnir að vera að reyna að finna eitthvað í staðinn fyrir terpentínuna og eru núna að setja fiskiolíu, úrgangslýsi, í staðinn fyrir terpentínuna í bikið. Það er fita og hún gufar ekki upp. Það sem gerist þegar þú notar terpentínu, það er það að þetta þynnir bikið á meðan þú ert að leggja þetta þannig að mölin þjappast ofan í bikið, síðan gufar terpentínan upp og þá storknar bikið og verður eins og vax og límir grjótið niður. Þannig á að gera þetta en ef þú notar fiskiolíu, þá geturðu sprautað þessu á, en fitan gufar ekki upp. Hún er þarna áfram,“ segir Ólafur. Álag á klæðninguna valdi flughálku Þegar hitasveifla verði eins og síðustu vikur á Norðurlandi sem og þegar umferðin sé þung á vegunum fari bikið að blæða. Þetta eigi það sérstaklega til að gerast þar sem vegur fer upp brekku, á gatnamótum eða á öðrum stöðum þar sem umferðin beygir. Þar er meira álag á klæðninguna. Ólafur segir þetta geta gerst allan ársins hring og þá löðri allt í blæðingum á umferðaræðum. „Þá verður þetta bara eins og hellt hafi verið olíu á veginn. Þetta verður flughált,“ segir Ólafur. Ólafur segir að íslenskir flutningabíla- og rútubílstjórar séu margir hverjir vel kunnugir þessu en að óvanir bílstjórar eins og til dæmis erlendir þekki ekki hvaða áhrif þetta geti haft á yfirborð vegarins. „Við vissum þetta ekki fyrst og Vegagerðin ekki heldur en eftir að hafa horft á þetta í nokkur ár og fylgst með því í hvaða kringumstæðum þetta gerist þá held ég að þetta sé tilfellið,“ segir Ólafur. Yfirvöld þurfi að bregðast við Ólafur segir að þegar umferðin sé orðin eins mikil og raun ber vitni á veginum um Öxnadalsheiði, þar sem ferðamannarúta hafnaði á dögunum utan vegar, sé ekki hægt að nota klæðningu. Heldur þurfi þá að malbika vegin. Ólafur telur sjálfur að hámark notagildis klæðningarinnar sé á bilinu 1500 til 2000 bíla umferð dalega. Hann segir jafnframt að vandinn sé í sjálfu sér ekki Vegagerðinni að kenna heldur þurfi yfirvöld að setja þá kröfu að fari umferðin yfir ákveðinn daglegan bílafjölda verði að malbika. „Klæðning er fín á sveitavegum og bílaplönum en á umferðaræðum eins og hringveginum og Gullna hringnum í dag þá bara dugar hún ekki,“ segir Ólafur. Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Binding vega er gerð með tvenns konar hætti, að sögn Ólafs. Annars vegar eru vegir malbikaðir og hins vegar klæddir. Mismunandi ástæður séu fyrir því að ákveðið sé að klæða eða malbika en fyrst og fremst dugi klæðning á vegum með litla sem enga daglega umferð. Það sé þó ekki staðan á þjóðveginum eða Gullna hringnum sem hafi þó verið klæddir. Fiskiolía í stað terpentínu „Þetta er ómerkilegasta bindiefni sem hægt er að hugsa sér á vegi. Þetta er ekki nema tveir og hálfur sentimetri á þykkt og þetta er bara möl sem er sáldrað yfir bik eða tjöru sem er sprautað á veginn. Til þess að þetta virki þarf að þynna bikið. Það er samkvæmt uppskrift gert með terpentínu. En á Íslandi er búið að ákveða það eða einhverjir sérfræðingar hér að terpentína sé olíuvara, það er vond lykt af henni, hún er mengun og ef þú drekkur hana verðurðu veikur,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Mynd sem Ólafur tók við aðkomuna að Geysi sem sýnir hvert ástandið getur orðið á fjölförnum vegum vegna bikblæðingar.Ólafur Kr. Guðmundsson Lengi hafi verið unnið að því að finna bindiefni sem komið gæti í staðinn fyrir terpentínu og var niðurstaðan sú að úrgangslýsi yrði notað. „Þeir eru lengi búnir að vera að reyna að finna eitthvað í staðinn fyrir terpentínuna og eru núna að setja fiskiolíu, úrgangslýsi, í staðinn fyrir terpentínuna í bikið. Það er fita og hún gufar ekki upp. Það sem gerist þegar þú notar terpentínu, það er það að þetta þynnir bikið á meðan þú ert að leggja þetta þannig að mölin þjappast ofan í bikið, síðan gufar terpentínan upp og þá storknar bikið og verður eins og vax og límir grjótið niður. Þannig á að gera þetta en ef þú notar fiskiolíu, þá geturðu sprautað þessu á, en fitan gufar ekki upp. Hún er þarna áfram,“ segir Ólafur. Álag á klæðninguna valdi flughálku Þegar hitasveifla verði eins og síðustu vikur á Norðurlandi sem og þegar umferðin sé þung á vegunum fari bikið að blæða. Þetta eigi það sérstaklega til að gerast þar sem vegur fer upp brekku, á gatnamótum eða á öðrum stöðum þar sem umferðin beygir. Þar er meira álag á klæðninguna. Ólafur segir þetta geta gerst allan ársins hring og þá löðri allt í blæðingum á umferðaræðum. „Þá verður þetta bara eins og hellt hafi verið olíu á veginn. Þetta verður flughált,“ segir Ólafur. Ólafur segir að íslenskir flutningabíla- og rútubílstjórar séu margir hverjir vel kunnugir þessu en að óvanir bílstjórar eins og til dæmis erlendir þekki ekki hvaða áhrif þetta geti haft á yfirborð vegarins. „Við vissum þetta ekki fyrst og Vegagerðin ekki heldur en eftir að hafa horft á þetta í nokkur ár og fylgst með því í hvaða kringumstæðum þetta gerist þá held ég að þetta sé tilfellið,“ segir Ólafur. Yfirvöld þurfi að bregðast við Ólafur segir að þegar umferðin sé orðin eins mikil og raun ber vitni á veginum um Öxnadalsheiði, þar sem ferðamannarúta hafnaði á dögunum utan vegar, sé ekki hægt að nota klæðningu. Heldur þurfi þá að malbika vegin. Ólafur telur sjálfur að hámark notagildis klæðningarinnar sé á bilinu 1500 til 2000 bíla umferð dalega. Hann segir jafnframt að vandinn sé í sjálfu sér ekki Vegagerðinni að kenna heldur þurfi yfirvöld að setja þá kröfu að fari umferðin yfir ákveðinn daglegan bílafjölda verði að malbika. „Klæðning er fín á sveitavegum og bílaplönum en á umferðaræðum eins og hringveginum og Gullna hringnum í dag þá bara dugar hún ekki,“ segir Ólafur.
Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira