„Sláandi fordómar í kosningabaráttunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2024 13:46 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun í tilefni kvenréttindadagsins. Þar ræddi hún um bakslag af ýmsum toga og mikilvægi þess að halda jafnréttisbaráttunni áfram. vísir/Sigurjón Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag. Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar.
Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira