Kvosin verður að heildstæðu göngusvæði í allt sumar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 15:57 Borgarbúar munu sjá þessa breytingu strax á næstu dögum. Vísir/Einar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að gera Austurstræti, Veltusund og hluta Vallarstrætis að göngugötu í allt sumar, eða fram til 1. október næstkomandi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við fréttastofu að borgarbúar geti vænst þess að sjá umræddar breytingar strax á næstu dögum. Þannig verða sett upp skilti og skýringargögn til að það verði skýrt að um göngusvæði sé að ræða. Ákvörðun þessi byggir á samþykkt ráðsins frá 10. janúar og stefnumörkun um umferðarskipulag Kvosarinnar. Dóra Björt segir að ráðið vilji nýta þennan tíma í sumar til frekara samráðs og til að heyra betur í hagaðilum varðandi endanlega útfærslu á umræddu svæði til framtíðar. „Við metum síðan í framhaldinu hvernig breytingin mælist fyrir og leggjum grunn að framtíðarfyrirkomulagi göngusvæðisins.“ Dóra segir að í öllum hverfum séu langtum fleiri jákvæð gagnvart göngusvæðum og að þeim fjölgi sem telji að göngusvæðin mættu vera stærri. „Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni og erum nú að stíga skref í þá átt. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um með svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar.“ Borgarstjórn Göngugötur Píratar Reykjavík Tengdar fréttir Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32 Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við fréttastofu að borgarbúar geti vænst þess að sjá umræddar breytingar strax á næstu dögum. Þannig verða sett upp skilti og skýringargögn til að það verði skýrt að um göngusvæði sé að ræða. Ákvörðun þessi byggir á samþykkt ráðsins frá 10. janúar og stefnumörkun um umferðarskipulag Kvosarinnar. Dóra Björt segir að ráðið vilji nýta þennan tíma í sumar til frekara samráðs og til að heyra betur í hagaðilum varðandi endanlega útfærslu á umræddu svæði til framtíðar. „Við metum síðan í framhaldinu hvernig breytingin mælist fyrir og leggjum grunn að framtíðarfyrirkomulagi göngusvæðisins.“ Dóra segir að í öllum hverfum séu langtum fleiri jákvæð gagnvart göngusvæðum og að þeim fjölgi sem telji að göngusvæðin mættu vera stærri. „Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni og erum nú að stíga skref í þá átt. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um með svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar.“
Borgarstjórn Göngugötur Píratar Reykjavík Tengdar fréttir Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32 Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32
Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25