Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 06:21 Húsnæðismarkaðurinn er erfiður fyrstu kaupendum. Vísir/Vilhelm Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira