„Ég sakna vina minna úr Grindavík“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 10:35 Frá aðventufögnuði Grindvíkinga á Ásvöllum í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Skýrsla umboðsmanns byggir á niðurstöðum frá fundi hans með grindvískum börnum sem fram fór í Laugardalshöll þann sjöunda mars síðastliðinn. Meira en þrjú hundruð börn á grunn- og framhaldsskólaaldri mættu á fundinn og sögðu frá reynslu sinni af þeim hremmingum sem Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum síðustu misseri. Samkvæmt umboðsmanni kom í ljós á fundinum að áhrif atburðanna hafi verið margvísleg á líf grindvískra barna. Ástandið hafi haft mikla óvissu í för með sér fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Mörg þeirra upplifi sáran söknuð. Fram kemur að börnin beri blendnar tilfinningar um að byrja í nýjum skólum. Börnin sakni grunnskólans í Grindavík, skólafélaga og starfsfólk. Einnig tóku börnin fram að vel hefði verið tekið á móti þeim í nýjum skólum. „Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ er haft eftir grindvísku barni. „Gekk illa að ég mátti kannski ekki vera í sama skóla og vinkonur mínar,“ segir annað barn. Grindavíkurskóli stendur auður.Vísir/Vilhelm Börnin sögðu að þeim finnist að þeim eigi að standa til boða að vera saman í svokölluðum safnskóla með öðrum grindvíkingum. Í apríl var greint frá því að slíkir skólar yrðu lagðir a fog að grindvísk börn myndu sækja skóla næst sínu heimili. Umboðsmaður segir að í kjölfarið hafi sér borist erindi frá börnum sem lýstu miklum vonbrigðum yfir þessu. „Ég vil hafa safnskóla að eilífu,“ sagði barn á fundinum. Í skýrslunni segir að rót hafi orðið á félagslífi barnanna. Þeim gangi verr að halda vinatengslum og söknuður eftir vinum er mikill. Þá hafi mörg born lýst einmannaleika eftir skóla þar sem þau geti ekki hitt vini sína líkt og áður. „Engir vinir,“ sagði eitt barn.„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði annað.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira