„Held það geri okkur að betri leikmönnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2024 15:31 Markverðirnir og systurnar Birta og Aldís Guðlaugsdætur. Bestu mörkin „Jú, það er svolítið erfitt að bera sig ekki við systur sína þegar maður er í sömu deild og sömu stöðu en ég held að það geri okkur að betri leikmönnum,“ sagði Birta Guðlaugsdóttir aðspurð hvernig það er að eiga systur sem er einnig markvörður. Systurnar, og markverðirnir, Aldís og Birta Guðlaugsdætur mættu í upphitunarþátt Bestu markanna fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir tóku vel á móti þeim. Aldís og Birta eru uppaldar á Ólafsvík en sú fyrrnefnda hefur varið mark FH undanfarin ár ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum. Birta spilar í dag fyrir Víking eftir að hafa spilað síðast með Stjörnunni árið 2021 en hún hefur einnig verið í háskóla í Bandaríkjunum. Klippa: Upphitun fyrir 9. umferð í Bestu deild kvenna „Það er alveg þægilegt að koma heim og geta rantað í einhverjum og hún skilur það. Það eru ekkert allir sem skilja þessa stöðu,“ bætti Aldís við. „Að vera markmaður er svolítið sérstök staða,“ sagði Birta áður en þær systur voru spurðu af hverju þær hefðu báðar valið að spila í marki. Birta sagði það einfaldlega hafa hentað best, hún var snemma ein af stærri krökkunum í sínum bekk og það lá vel við að fara í mark. Aldís hafði svipaða sögu að segja. „Ef það virkar þá heldur maður sig við það,“ sagði Birta einnig. Þær voru báðar á því að það hafi gefið þeim mikið að spila með strákunum í Ólafsvík á sínum tíma. Spjall þeirra systra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur 9. umferðar hefst klukkan 18.00 þegar Víkingar taka á móti toppliði Breiðabliks. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má svo sjá hvernig 9. umferð raðast upp. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Systurnar, og markverðirnir, Aldís og Birta Guðlaugsdætur mættu í upphitunarþátt Bestu markanna fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir tóku vel á móti þeim. Aldís og Birta eru uppaldar á Ólafsvík en sú fyrrnefnda hefur varið mark FH undanfarin ár ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum. Birta spilar í dag fyrir Víking eftir að hafa spilað síðast með Stjörnunni árið 2021 en hún hefur einnig verið í háskóla í Bandaríkjunum. Klippa: Upphitun fyrir 9. umferð í Bestu deild kvenna „Það er alveg þægilegt að koma heim og geta rantað í einhverjum og hún skilur það. Það eru ekkert allir sem skilja þessa stöðu,“ bætti Aldís við. „Að vera markmaður er svolítið sérstök staða,“ sagði Birta áður en þær systur voru spurðu af hverju þær hefðu báðar valið að spila í marki. Birta sagði það einfaldlega hafa hentað best, hún var snemma ein af stærri krökkunum í sínum bekk og það lá vel við að fara í mark. Aldís hafði svipaða sögu að segja. „Ef það virkar þá heldur maður sig við það,“ sagði Birta einnig. Þær voru báðar á því að það hafi gefið þeim mikið að spila með strákunum í Ólafsvík á sínum tíma. Spjall þeirra systra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur 9. umferðar hefst klukkan 18.00 þegar Víkingar taka á móti toppliði Breiðabliks. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má svo sjá hvernig 9. umferð raðast upp. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira