Minnkandi virkni í gígnum bendi til gosloka á næstunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 15:34 Gígurinn úr lofti í morgun. Almannavarnir Á myndum sem teknar voru í morgun í drónaflugi Almannavarna sést að virkni í gígnum við Sýlingarfell fer minnkandi. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að Hraunrennsli frá gígnum sé ekki sjáanlegt á yfirborði en geti verið í lokuðum rásum frá honum. Þó sé áfram rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells í gær. Mynd úr vefmyndavél Almannavarna á Sýlingarfelli sýni þær þrjár hrauntungur sem renna yfir garðinn og vélar sem vinna að því að hemja hraunrennslið. Mest virkni sé í hrauntungunni lengst til vesturs sem hafi færst áfram um nokkra metra og þykknað á síðustu klukkustundum. Gosórói fari einnig minnkandi, sem sjáist vel á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar í Grindavík. Þá segir að minnkandi virkni í gígnum og lækkun í gosóróa bendi til þess að eldgosinu gæti lokið á næstunni en þó sé óvissa um nákvæmlega hvenær. GPS mælingar sýni enn landris á Svartsengissvæðinu, og það sé vísbending um að þrýstingur í kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi haldi áfram að byggjast upp, þótt hraði landrissins sé minni en áður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið fer hægt yfir en hraunkælingu haldið áfram í dag „Hraunkælingin hélt áfram í nótt og vinnuvélarnar héldu áfram í nótt. Og það er bara verið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir og hægja á rennslinu.“ 21. júní 2024 08:14 „Það er heilmikil kæling af þessu“ Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli. 21. júní 2024 15:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að Hraunrennsli frá gígnum sé ekki sjáanlegt á yfirborði en geti verið í lokuðum rásum frá honum. Þó sé áfram rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells í gær. Mynd úr vefmyndavél Almannavarna á Sýlingarfelli sýni þær þrjár hrauntungur sem renna yfir garðinn og vélar sem vinna að því að hemja hraunrennslið. Mest virkni sé í hrauntungunni lengst til vesturs sem hafi færst áfram um nokkra metra og þykknað á síðustu klukkustundum. Gosórói fari einnig minnkandi, sem sjáist vel á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar í Grindavík. Þá segir að minnkandi virkni í gígnum og lækkun í gosóróa bendi til þess að eldgosinu gæti lokið á næstunni en þó sé óvissa um nákvæmlega hvenær. GPS mælingar sýni enn landris á Svartsengissvæðinu, og það sé vísbending um að þrýstingur í kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi haldi áfram að byggjast upp, þótt hraði landrissins sé minni en áður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið fer hægt yfir en hraunkælingu haldið áfram í dag „Hraunkælingin hélt áfram í nótt og vinnuvélarnar héldu áfram í nótt. Og það er bara verið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir og hægja á rennslinu.“ 21. júní 2024 08:14 „Það er heilmikil kæling af þessu“ Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli. 21. júní 2024 15:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Hraunið fer hægt yfir en hraunkælingu haldið áfram í dag „Hraunkælingin hélt áfram í nótt og vinnuvélarnar héldu áfram í nótt. Og það er bara verið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir og hægja á rennslinu.“ 21. júní 2024 08:14
„Það er heilmikil kæling af þessu“ Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli. 21. júní 2024 15:14