12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 13:05 Sveppirnir frá Flúðasveppum eru mjög vinsælir og góð vara enda mikil eftirspurn eftir sveppunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. 1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa
Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira