Hafa ekki hug á inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 10:31 Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun