„Erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2024 21:29 Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, með boltann í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink ÍA gerði 1-1 jafntefli gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, fagnaði þrítugsafmæli sínu í dag en var svekktur að hafa ekki nýtt dauðafæri í uppabótartíma til að vinna leikinn. „Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum. ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Sjá meira
„Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum.
ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Sjá meira