„Þetta er það leiðinlegasta sem maður gerir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2024 22:04 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir að lokatölur í 3-1 tapi gegn FH í kvöld hafi ekki gefið rétta mynd af leik kvöldsins. „Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
„Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31