Vandar um við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 10:08 Henry Alexander vonar að Sigmundi Davíð takist ekki að gera svo lítið úr nýrri Mannréttindastofnun að hún missi marks. vísir/vilhelm Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira