Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:51 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“ Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“
Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54