Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 21:37 Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru. Sýn Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína í síðasta sinn. Í dag eru 299 dagar síðan hún tók sitt eigið líf sem bein afleiðing þess ofbeldis sem hún varð fyrir,“ byrjaði Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, ræðu sína á. Áhersla göngunnar var á stafrænt ofbeldi og las Helga Rún upp athugasemdir sem höfðu verið skrifaðar um systur hennar á netinu. „Þú átt fullkomlega skilið að það sé ráðist á þig. Þú ert allt það sem er að í okkar samfélagi. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Ólöfu Töru hefði verið nauðgað af pabba sínum. Dreptu þig, wannabe áhrifavaldadruslan þín,“ las hún upp. „Líklega fannst ykkur öllum óþægilegt að heyra þessi orð upphátt, af hverju er það samfélagslega viðurkennt að þau séu skrifuð á netinu? Stafrænt ofbeldi er ofbeldi, orð hafa áhrif hvort sem þau eru skrifuð eða sögð. Orð hafa afleiðingar.“ Fjöldi kvenna var saman kominn.Sýn/Bjarni Vitnaði í orð Ólafar Töru Helga Rún segir systur sína ekki talað í kringum hlutina og því hafi hún fengið mikla athygli fyrir orð sín. „Fólk sem áður veitti málstaðnum enga athygli fór að hlusta. Málefni sem við göngum fyrir í dag krefst þess að við hlustum,“ sagði hún og vitnaði síðan í pistil eftir systur sína. „Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur staðið yfir lengur en ég hef lifað. Konur, sem hafa lifað af þjáningar kvalara sinna, hafa berskjaldað sig inn að beini í þágu breytinga. Þessar konur uppskera oftar en ekki háðar af samfélaginu. Þeim er ekki trúað og þær eru því miður í kjölfarið af því að tala óheflað um ofbeldismenninguna sem hér ríkir útsettar fyrir frekara ofbeldi,“ skrifaði Ólöf Tara fyrir ári síðan, í tilefni Ljósagöngunnar 2024. Þá birti Ólöf Tara einnig pistil fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. október 2024 þar sem hún lýsti því hvað hún væri reið og sár en jafnframt uppfull af orku til að berjast. „Ég veit að ég get ekki hætt núna, ég verð að halda áfram fyrir formæður mínar, fyrir vinnukonurnar, fyrir konurnar sem var drekkt í drekkingarhyl fyrir að vera þolendur ofbeldis, fyrir stúlkurnar sem voru vistaðar á Kleppjárnsreykjum og stimplaðar lauslátar, fyrir Áslaugu Perlu og allar þær sem ekki lifðu af, fyrir Gerði, móður Áslaugar Perlu sem lést áður en hún fékk réttlæti fyrir dóttur sína, fyrir þær sem báru harm sinn í hljóði, fyrir sjálfa mig, fyrir framtíðina,“ skrifaði Ólöf. Gangan hófst á Arnarhóli.Sýn/Bjarni Helga Rún lauk ræðunni á að spyrja hversu mörg líf þurfi að týnast í viðbót til að kynbundnu ofbeldi sé tekið alvarlega. „Svo langar mig að spyrja ykkur, venjulegt fólk eins og ég með forréttindi, hversu lengi ætlum við að láta bjóða okkur upp á þetta? Hundrað ár? Þúsund ár? Ég bið ykkur um að fara heim og spyrja ykkur, hvað get ég gert?“ Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína í síðasta sinn. Í dag eru 299 dagar síðan hún tók sitt eigið líf sem bein afleiðing þess ofbeldis sem hún varð fyrir,“ byrjaði Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, ræðu sína á. Áhersla göngunnar var á stafrænt ofbeldi og las Helga Rún upp athugasemdir sem höfðu verið skrifaðar um systur hennar á netinu. „Þú átt fullkomlega skilið að það sé ráðist á þig. Þú ert allt það sem er að í okkar samfélagi. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Ólöfu Töru hefði verið nauðgað af pabba sínum. Dreptu þig, wannabe áhrifavaldadruslan þín,“ las hún upp. „Líklega fannst ykkur öllum óþægilegt að heyra þessi orð upphátt, af hverju er það samfélagslega viðurkennt að þau séu skrifuð á netinu? Stafrænt ofbeldi er ofbeldi, orð hafa áhrif hvort sem þau eru skrifuð eða sögð. Orð hafa afleiðingar.“ Fjöldi kvenna var saman kominn.Sýn/Bjarni Vitnaði í orð Ólafar Töru Helga Rún segir systur sína ekki talað í kringum hlutina og því hafi hún fengið mikla athygli fyrir orð sín. „Fólk sem áður veitti málstaðnum enga athygli fór að hlusta. Málefni sem við göngum fyrir í dag krefst þess að við hlustum,“ sagði hún og vitnaði síðan í pistil eftir systur sína. „Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur staðið yfir lengur en ég hef lifað. Konur, sem hafa lifað af þjáningar kvalara sinna, hafa berskjaldað sig inn að beini í þágu breytinga. Þessar konur uppskera oftar en ekki háðar af samfélaginu. Þeim er ekki trúað og þær eru því miður í kjölfarið af því að tala óheflað um ofbeldismenninguna sem hér ríkir útsettar fyrir frekara ofbeldi,“ skrifaði Ólöf Tara fyrir ári síðan, í tilefni Ljósagöngunnar 2024. Þá birti Ólöf Tara einnig pistil fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. október 2024 þar sem hún lýsti því hvað hún væri reið og sár en jafnframt uppfull af orku til að berjast. „Ég veit að ég get ekki hætt núna, ég verð að halda áfram fyrir formæður mínar, fyrir vinnukonurnar, fyrir konurnar sem var drekkt í drekkingarhyl fyrir að vera þolendur ofbeldis, fyrir stúlkurnar sem voru vistaðar á Kleppjárnsreykjum og stimplaðar lauslátar, fyrir Áslaugu Perlu og allar þær sem ekki lifðu af, fyrir Gerði, móður Áslaugar Perlu sem lést áður en hún fékk réttlæti fyrir dóttur sína, fyrir þær sem báru harm sinn í hljóði, fyrir sjálfa mig, fyrir framtíðina,“ skrifaði Ólöf. Gangan hófst á Arnarhóli.Sýn/Bjarni Helga Rún lauk ræðunni á að spyrja hversu mörg líf þurfi að týnast í viðbót til að kynbundnu ofbeldi sé tekið alvarlega. „Svo langar mig að spyrja ykkur, venjulegt fólk eins og ég með forréttindi, hversu lengi ætlum við að láta bjóða okkur upp á þetta? Hundrað ár? Þúsund ár? Ég bið ykkur um að fara heim og spyrja ykkur, hvað get ég gert?“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00